Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Blaðsíða 37
ALMANAK 1939
37
Þau Baldvin og Guðný áttu 6 syni: 1. Halldór;
2. Þorvald; 3. Benedikt; 4. Baldvin, allir giftir ísl.
konum og eiga heima í Winnipeg; 5. Carl og 6. Jón
í Glenboro. Þeirra tveggja síðast töldu er getið í
sérstökum þætti. Þeir bræður hafa allir tekið upp
ættarnafnið Baldwin og eru menn vel þektir. Þau
Baldvin og Guðný voru dugleg og vel metin hjón í
sínu umhverfi.
Jón Baldvvin, sonur þeirra Baldvins Benedikts-
sonar og Guðnýjar Antoníusdóttir sem getið er hér
að framan, er fæddur í Argyle-bygð 22. des. 1885.
Hann ólst upp hjá foreldrum sínum til fullorðins
ára, fór þá að fást við verzlunarstÖrf og varð hann
brátt umferðasali fyrir verzlunarfélög, og hefir
lengst æfinnar stundað það. Er nú í þjónustu Cock-
shutt Plow Co.
Hann giftist í jan. 1918, Guðnýju Skaftadóttir
Arasonar og konu hans Önnu Jóhannsdóttir, og
heimili þeirra hefir verið í Glenboro. Jón tók nokk-
urn þátt í íþróttum á fyrri árum. Við landbúnað
fékst hann í nokkur ár við Glenboro en árferði var
erfitt og hann hætti við það von bráðar. Guðný er
fríð kona og yfirlætislaus. Tvö börn eiga þau: Skafta
Carl og Önnu Gwendoline.
Carl Baldwin, bróðir Jóns er fæddur í Argyle-
bygð 9. ág. 1896, hann ólst upp hjá foreldrum sínum
en fór síðan til Wpg. og stundaði skólanám þar og
var við nám er hann innritaðist í Canada-herinn sem
undirforingi 1916. Hann sigldi til Evrópu 1917 og
tók þátt í mörgum orustum á Frakklandi, kom heim
aftur í júlí 1919. Carl hefir lengst af búið í Glen-
boro síðan. Stundaði hann landbúnað um skeið í
félagi með bróðir sínum Jóni. Um fjölmörg ár hefir
hann unnið hjá Anderson Bros. í Glenboro í bílaað-
gerðarstöð þeirra (garage), en er nú sjálfur að setja
á stofn garage í bænum. Þykir hann vel hæfur við