Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Blaðsíða 93
ALMANAK 1939
93
hús, sem stendur enn í góðu gildi. En þegar vín-
bannið kom á, — illu heilli — þá var sú starfsemi
álitin óþörf og félagið sofnaði, og hefir ekki vaknað
síðan. Hefir þó stundum verið nægur hávaði á
samkomum hér til að vekja það til starfa.
“Baseball”-félag stofnuðu ungir menn hér fyrir
nokkrum árum. Hefir það verið starfrækt síðan
með nokkrum áhuga. Það mun vera holl líkams-
æfing.
Safnaðarstarfsemi hefir verið hér í molum sem
oftast. Karl prestur Ólson stofnaði hér söfnuð 1914
og munu flestir bændur hafa gengið í hann í þessum
vestari bygðum. En ekki varð séra Karl þjónandi
prestur hér. Sigurður prestur Kristófersson þjón-
aði þessum söfnuði um nokkur ár, en ekki varð hann
búsettur hér, eða heimilisfastur. Adam prestur Þor-
grímsson var sá eini sem átti hér fast heimili um
nokkur ár, en flutti síðan til Lundar, en þjónaði þó
þessum söfnuði til dánardægurs. Söknuðu hans
Tiargir, því hann var gáfumaður og vel metinn.
Studdi hann mjög að mentun ungmenna, og hélt
skóla í þá átt tvo vetra með góðum árangri. Síðan
hann lézt hefir engin föst prestsþjónusta verið í
bygðum þessum; en forsetar kirkjufélaganna séra
K. K. ólafson og séra Guðm. Árnason hafa framið
hér prestsverk undanfarin sumur, og ýmsir aðrir
farandprestar.
Við Silver Bay hefir verið starfandi söfnuður
síðan 1914. Séra Adam þjónaði þeim söfnuði meðan
hans naut við, en síðan hefir Sigurður Kristófersson
og ýmsir aðrir prestar flutt þar guðsþjónustur af og
til. Þessi söfnuður hefir komið á föstu skipulagi og
hefir keypt snotra kirkju af þýzkum söfnuði sem
leystist upp í næstu bygð, og var hún flutt á hent-
ugan stað í bygðinni.
Barnaskólar eru í hverju pósthéraði í bygðinni,
en víða er langt að sækja þá, vegna strjálbýlis; verð-
ur því oft örðugt að nota þá á vetrum.