Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Side 94
94 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Póstgöngur eru hér tvisvar í viku, og símar
á flestum pósthúsum.
Kvenfélag hefir verið starfandi hér um allmörg
ár, og hefir unnið talsvert gagn. Er þó erfitt að
sækja hér fundi á vetrum, vegna strjálbýlis.
Smjörgerðarfélag var stofnað hér 1935. Áður
voru öll smjörgerðarhús hér við Manitoba-vatn ein-
stakra manna eign, og græddu þeir drjúgum á kostn-
að bænda. Þá var til sölu nýlegt smjörgerðarhús á
Ashern, með öllum áhöldum, og keyptu bændur það.
Andvirðið fékst að miklu leyti með hlutasölu meðal
bænda en nokkuð af því stendur í gömlu láni sem á
eigninni hvíldi. Hefir félag þetta gefið góða raun,
og verður vonandi til stórra hagsmuna fyrir bændur.
Sveitarfélag var stofnað hér 1917, en ekki tók
það til starfa fyr en 1919. f fyrstu tók það aðeins
yfir bygðir íslendinga hér við vötnin, og nokkra hér-
lenda bændur fyrir austan og sunnan Dog Lake. En
eftir tvö ár, sáu menn að sveitin var of fámenn til
að geta borið reksturskostnað. Var því héraðið
stækkað austur fyrir járnbrautarþorpið Ashern. —
Síðan tekur sveitin yfir Township 22 til 26, og aust-
ur að takmörkum Range 7 og 8 og vestur að Mani-
toba-vatni. Fyrsti oddviti sveitarinnar var Sigurður
Sigfússon, bóndi við Oak View, en eftir tvö ár
sagði hann því starfi af sér og söknuðu þess margir
landar. Síðan hefir enskur maður R. J. Perry, bóndi
við Silver Bay verið oddviti.
Með sveitarstjórninni komst fastara skipulag á
bygðarmálin en áður var. Síðan hefir verið unnið
mikið að vegagerð, og er nú kominn allgóður möl-
borinn vegur gegnum endilanga bygðina og til járn-
brautar; og víða hefir verið unnið mikið að hliðar-
brautum. Sveitin hefir aldrei tekið lán að neinum
mun, og aldrei skuldað svo teljandi sé. Samvinna
milli bænda og sveitarstjórnar hefir ætíð verið góð.