Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Blaðsíða 81
ALMANAK 1939
81
Magnús andaðist (þ. 6. jan. 1915). Eftir það bjó
Oddný ekkja hans þar með Jónínu dóttur sinni unz
þær nokkrum árum síðar fluttust vestur til Seattle,
Wash. Nú eru báðar dánar.
Börn þeirra Magnúsar og Oddnýjar voru: 1.
Sæunn, gift Kristjáni SkagfjÖrð, dáin; 2. Steinunn,
gift H. B. Skagfjörð, dáin 1903; 3. Jónína, dó ógift
vestur við haf; 4. Oddný, dó ógift vestur við haf.
Magnús var maður vel gefinn og ræðinn með
afbrigðum. Vildi ekki vamm sitt vita í neinu, enda
vel kyntur.
Landnemi S.V. % S. 17, 1-6
Halldór Björnsson Skagfjörð
Halldór fæddist árið 1875 í Omemee, Ont.
Foreldrar hans voru þau hjónin Björn Kristjánsson
Skagfjörð Kristjánssonar frá Neðstalandi í Öxna-
dal í Eyjafjarðarsýslu og síðari kona hans Guðlaug
Pálsdóttir Halldórssonar. (Fyrri kona Björns var
Kristrún Sveinungadóttir, þau áttu eina dóttur er
Svava hét er giftist Birni Líndal).
Halldór fluttist með foreldrum sínum frá Ont.
til Nýja-fslands og síðar til N. Dakota 1881, þar
sem Björn nam land skamt frá Hallson.
Árið 1899 gekk H. að eiga Steinunni Magnús-
dóttir Þorsteinssonar (sjá þátt Mag. Þorst.). Það
sama ár tók 'hann með heimilisrétti ofangreint land
en settist ekki að á því fyr en vorið eftir. Eftir
fjögurra ára sambúð misti Halldór konu sína. Það
sama ár komu foreldrar hans og settust að hjá
honum. Var þá þegar farið að bera á heilsuleysi í
H. sem smátt og smátt ágerðist, er það beintæring.
Foreldrar hans sáu um búið rúmt ár en hann reyndi
að fá bót meina sinna sem ágerðist svo hann varð að
hætta við búskap, og selja landið. Eftir það fóru
gcmlu hjónin til Kristjáns sonar síns er hér bjó þá
og þar dó Björn 1906, en Guðl. dó á Betel 1921. Voru
þau merkishjón.