Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Blaðsíða 34
34
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
efnum, en erfiðleika ár fóru í hönd og tálguðust af
honum efni, því hann rak landbúnað í stórum stíl.
Torfi er útskrifaður af Möðruvalla-skóla, er
maður vel að sér og í mörgu tilliti hæfileika maður,
söngmaður og leikari góður, fjörmaður og skemti-
legur í drengjahóp, og hefir aldrei skorið sér við
neglur. fsland heimsótti hann 1914, var hagur hans
þá með mestum blóma. Kona hans sem var val-
kvendi dó 1930. Síðan hefir hann verið á lausum
kjala, er alt af ungur í anda þó ár færist yfir hann.
Börn þeirra hjóna eru hér talin:
1. Steinn Vilhelm, skólastjóri í Yorkton, Sask.,
giftur konu af skandinaviskum ættum; 2. Jón Bertel,
Le Roy, Sask., ógiftur; 3. Skafti, hveitikaupmaður í
Le Roy, Sask., giftur Normandí Helgadóttir Páls-
sonar bónda að Elfros, Sask. Kona hans Helga, er
systir Árna Eggertssonar í Winnipeg; 4. Björn, gift-
ur enskri konu, búa í British Columbia; 5. Edward,
bankáþjónn, Lundar, Man., ógiftur; 6. Anna Kristín
í Yorkton, ógift.
Snorri Johnson (Sigurjónsson), bróðir Sigmars
Sigurjónssonar merkisbónda í Argyle-bygð, var
fæddur á Einarsstöðum í Reykjadal í Þingeyjarsýslu
3. feb. 1864. Foreldrar hans voru Sigurjón Jónsson
og kona hans Margrét Ingjaldsdóttir. Hann kom
til Canada 1883. Var hann um tíma í Selkirk.
Árið 1887 giftist hann Halldóru Friðbjarnar-
dóttir og konu hans Margrétar Jónsdóttir frá Björg-
um í Köldukinn. Komu þau bæði vestur samsum-
ars. Skömmu eftir að þau giftust fluttu þau til
Glenboro og bjuggu þar til 1898 að þau fluttu til
Swan River , og nam hann land þar. Lengst æfi
sinnar stundaði Snorri járnbrautarvinnu, fyrst hjá
C. P. R. félaginu en síðan hjá C. N. R. og var hann
lengi verkstjóri við eftirlit brautarinnar. Var hann