Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Blaðsíða 47
ALMANAK 1939
47
skap. Eftir lát manns síns flutti Lilja til Glenboro
og hefir búið með dætrum sínum. Foreldrar hennar
voru Rögnvaldur Jónsson frá Ingveldarstöðum á
Reykjaströnd í Skagafjarðarsýslu, dáinn 17. júní
1922 og kona hans Sigurlaug Guðmundsdóttir, dáin
5. júlí 1916. Komu þau vestur 1876 og bjuggu lengi
á Mæri fyrir norðan Gimli í Nýja-íslandi.
Börn þeirra Lilju og Alberts Oliver eru hér
talin: 1. Helgi, giftur Sigurveigu Kristbjörgu Sig-
urjónsdóttir Davíðssonar, móðir hennar hét Björg
Þorvaldsdóttir. Helgi innritaðist í herinn í stríðinu
mikla 1916 og tók þátt í fjölmörgum orustum á
vesturvígstöðvunum, en særðist aldrei, og var hann
í stríðinu þar til því lauk. Hann stundaði landbúnað
fyrst í Argyle-bygð en nú um allmörg ár hefir hann
átt heima í Glenboro og unnið algenga vinnu, hann
er góður drengur; 2.Sigurlaug, heima hjá móður
sinni; 3. Albert Jón, giftur Sigríði Bjarney Mýrdal
frá Argyle. Þau búa í The Pas í norður Manitoba;
4. Sigurrós Margrét, gift hérlendum manni. Þau
fcúa nálægt Edrans í Manitoba. Hún var skólakenn-
ari áður hún giftist; 5. Jónína Fjóla; 6. Helga, báðar
ógiftar og heima hjá móður sinni; 7. Jónas, stundar
bændavinnu hjá Glenboro. Börnin eru flest hneigð
til söngs og hljómlistar, sem faðir þeirra, sem var
kunnur söngmaður og söngstjóri. Var hann félags-
lyndur maður og vildi láta gott af sér leiða. Lilja
er myndar kona og hefir fengið bezta orð.
Árni Halldórsson, er fæddur á Akri í Staðar-
sveit í Snæfellsnessýslu laust fyrir 1860. Foreldrar:
Halldór Jónsson bóndi á Akri og Guðrún Jónsdóttir.
Halldór ólst upp í Staðarsveit til 14 ára aldurs. Á
íslandi bjó hann í Breiðuvík og Staðarsveit í Snæ-
fellsnessýslu. Árni kom til Canada fyrir rúmum
30 árum síðan og bjó í Glenboro þar til fyrir nokkr-
um árum síðan að hann flutti til Oak Point, Man., og