Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Blaðsíða 91
ALMANAK 1939
91
Gísli Magnússon, bóndi í Veizluseli og Aðalbjörg
Björnsdóttir, bónda á Brekku í sömu sveit. Aðal-
björg var þrígift, en misti menn sína alla eftir
stutta sambúð. Sá fyrsti hét Oddur Jónsson frá
Hvammi í Höfðahverfi. Hann druknaði í Skjálf-
andafljóti 1862. Annar var Gísli, faðir Jóels. Hann
lézt þegar Jóel var barn að aldri. Sá þriðji var
Bjarni Ásgrímsson frá Fellsseli í Kinn. Hann
druknaði þegar Jóel var 7 ára. Aðalbjörg var þá
vel efnum búin og hélt áfram búinu á Bakka, þar til
Jóel var 17 ára, þá tapaði hún mjög á þessum árum,
og brá því búi og fluttist að Hjaltastað í Norður-
Múlasýslu til séra Björns Þorlákssonar, systursonar
síns. Ári síðar fluttu þau aftur að bakka..
Jóel kvæntist 1890 Kristbjörgu Guðnadóttur
Þorkelssonar frá Laugarseli í Reykjadal. Kona
Guðna var Kristín Jóhannsdóttir, systir Sigurbjörns
skálds frá Fótaskinni. Þau Jóel og Kristbjörg
bjuggu fyrst á Bakka en síðar á Ketilsstöðum í
sömu sveit. Þaðan fluttust þau vestur um haf árið
1900, og dvöldu 10 fyrstu árin í Argyle-bygð. Lönd
voru þar þá öll upptekin, svo hann leitaði norður
með Manitoba-vatni, og nam land á S.E. 5-26-8. Þar
bjó hann til æfiloka með börnum sínum, og farnaðist
vel þótt ekki gæti hann auðugur kallast. Jóel var
hæglátur maður og dulur í skapi, en háskemtilegur í
viðræðum og vel viti borinn. Þau hjón voru sam-
hent í flestu og höfðu hvers manns hylli. Hann tók
við póstafgreiðslu og póstflutningi fám árum eftir
að hann flutti í bygðina og hélt því starfi til æfi-
loka. Hann lézt 1934, en kona hans 1925.
Þau hjónin eignuðust 10 börn; þar af eru 2
dáin, Rósa, dó ung og Björn, elzti sonur þeirra féll
í stríðinu í Frakklandi. Þau sem lifa eru: Þorvald-
ur; Júlíus; Jónína Kristjana, gift J. A. Reykdal við
Kandahar; Sigrún; Kristín; Sesselja; Elin og Gísli.
Börn Jóels halda áfram félagsbúi á þessu heimili.
Júlíus og Gísli -hafa eignast heimilisréttarland föður