Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Blaðsíða 92
92
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
síns, og hafa póstafgreiðslu á hendi. Þorvaldur
hefir keypt land af enskum manni í N.E. 33-25-8, en
ekki land Páls Guðmundssonar, eins og eg gat um
áður.
YFIRLIT
Þess var getið í byrjun þessara þátta, að akur-
yrkja hefði ekki hepnast vel í þessum bygðum.
Bændur hafa því að mestu leyti stundað gripabú-
skap. Var það allvel gróðavænlegt í góðu árunum,
meðan gripir voru í háu verði, en á þessum síðari
kreppuárum hefir gripabúskapur borið sig illa. Hafa
þó flestir bændur í þessum sveitum allgóð gripabú
og fáir munu skulda mikið; en mjög hefir þetta
harðæri tafið framkvæmdir til búnaðarbóta.
Fiskiveiðar hafa verið annar atvinnuvegur
þeirra er við vatnið búa. Þær voru vel arðsamar
fyr á árum, en fara nú mínkandi með ári hverju. og
verðið lækkandi. Er því útlit fyrir að sú atvinna
sé þegar úr sögunni.
Félagslíf var hór á góðum vegi í góðu árunum,
en hefir farið dofnandi á síðari árum vegna krepp-
unnar; og svo mun víðar vera.
Lestrarfélögin, “Herðubreið” og “Skjaldbreið”,
eru þau einu félög sem hafa verið starfandi hér
stöðugt síðan þau voru stofnuð 1910. Þó hafa
starfskraftar þeirra þverrað á síðari árum, við lát
hinna eldri manna, því yngri kynslóðin gefur ís-
lenzkum fræðum minni gaum. Þá eru nú ýmsir
hinna ungu< bænda farnir að vakna fyrir áhrifum ís-
lenzkra bókmenta á síðari árum.
Goodtemplara regla var stofnuð hér 1910. —
Gengu í hana þvínær allir ungir menn hór í vestur-
bygðinni, og allmargir eldri menn. Sá félagsskapur
stóð í blóma um nokkur ár og gerði mikið gagn.
Meðal annars bygði félagið myndarlegt samkomu-