Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Blaðsíða 69
ALMANAK 1939
69
Friðrik Stephenson, albróðir Sigurbjargar, setti
heimilisrétt á N.V. (4 S. 1, 1-6, en bjó þar aldrei að
staðaldri. Hefir hann í fjölda mörg ár verið starfs-
maður hjá Columbia Press félaginu í Winnipeg og
nú eigandi Lögbergs og er búsettur í Winnipeg.
Friðrik er velgefinn maður og sæmdarmaður hinn
mesti.
Landnemi N.V. % S. 27, 1-6W
Þorleifur Pétursson
Þorleifur var ættaður úr N.-Múlasýslu, foreldr-
ar voru Pétur Þorsteinsson bóndi á Nefbjarnarstöð-
um í Hróarstungu í Norður-Múlasýslu og Sigríður
Þorleifsdóttir Arnfinnssonar <frá Moldhaugum í
Eyjafjarðarsýslu. Hingað í bygð fluttist Þorleifur
ásamt móður sinni og stjúpa, Jóni að nafni (um ætt
Jóns er þeim sem þetta ritar ókunnugt) um aldamót
og keypti Þorl. rétt á ofangreindu landi og bjó þar
nokkur ár; fluttist héðan til Winnipeg. Var síðast
í Churchbridge, Sask., er af honum fréttist.
Landnemi N.V. (4 12, 1-6
Helgi Jónsson
Helgi var fæddur árið 1856 að Bræðrabrekku í
Bitru í Strandasýslu. Faðir hans var Jón bóndi
Jónsson er þar bjó (móðurætt mér ókunn). Ólst H.
upp hjá föður sínum unz hann fluttist vestur um
haf árið 1885 ásamt öðru skyldfólki sínu. Hálf-
systkini Helga voru þau Oddur Jónsson bóndi í
Garðar-bygð, N. Dak., dáinn fyrir mörgum árum;
Elísabet kona Alberts Samúelssonar bónda að Garð-
ar, N. Dak., og Guðjón Jónsson, maður Herdísar
Jónsson, landnema hér, og Jónína heima á íslandi.
Skömmu eftir að H. kom til Dakota keypti hann
land í Garðarbygð og reisti þar bú. Árið 1892 gift-
ist hann Guðrúnu Einarsdóttir bónda í Svartártungu
í Bitru í Strandasýslu. í Garðarbygðinni bjuggu