Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Blaðsíða 107
ALMANAK 1939
107
28. Baldvin Jónsson, að heimili tengdadóttur sinnar,
Hnausa, Man. Fæddur 13. maí 1851 að Svartárhóli í
Bárðardal. Foreldrar voru þau hjónin Jón Einarsson
og Steinunn Jónsdóttir. Kom að heiman 27 ára.
JÚNl 1938
3. Friðjón Victor Finnsson að heilsuhælinu í Ninette, Man.
Fæddur í Riverton, Man., 24. maí 1896. Foreldrar:
Kristján Finnsson og síðari kona hans Þórunn Björg
Eiriksdóttir. Kom að heiman 1876.
8. Ekkjan Svava Magnúsdóttir Egilsson, að Langruth,
Man. Fædd á Brekku í Svarfaðardal 18. júlí 1870.
Kom vestur 1900.
8. Þorsteinn Jónsson Foster frá Þverá í Eyjafirði, lézt í
Inglewood, Cal. Kom vestur í hópi hinna fyrstu land-
nema. Fæddur 26. jan. 1848.
9. Guð'mundur Pétur Björnsson, að heimili sínu í Selkirk,
Man. Fæddur að Steingarði í Svartárdal í Húnavatns-
sýslu 6. júní 1870. Foreldrar: Björn Guðmundsson og
kona hans Ingigerður Kráksdóttir. Flutti vestur 1899.
9. Rósa Lilja Jónsdóttir Markússon, að Foam Lake, Sask.
Fædd 25. sept 1870 að öxnafelli í Eyjafirði, dóttir hjón-
anna, Jóns Einarssonar og Soffíu Evertsdóttur. Flutti
vestur 1899 ásamt seinni manni sínum, sem enn er á
iífi, Þorsteini Markússyni. Fyrri maður hennar var
Jón Þorbergsson.
15. Einar Nielsen, að Saskatoon, Sask. Bankastjóri við
Royal Bank í Craik, Sask. Fæddur á Isafirði 2. des.
1899. Kom til Canada 1918. Foreldrar: Sophus J.
Nielsen, verzlunarstjóri á Isafirði og Þórunn Gunn-
laugsdóttir Blöndal.
20. Clarence Melvin Christie, að heimili sínu nálægt Glen-
boro, Man. Hann var sonur Stefáns Christie og Matt-
hildar konu hans. Fæddur 16. febrúar 1916.
21. Vilborg Árnadóttir Thorsteinsson, að heimili sínu, 505
Beverley St., Winnipeg. Fædd í Suðurkosti í Brunna-
staðahverfi á Vatnsleysuströnd 8. júlí 1854. Foreldrar:
hjónin Árni Þorgeirsson og Anna Jónsdóttir. Hún var
tvígift. Var fyrri maður hennar Jón Sigurðsson, en hinn
seinni maður hennar er Guðni Þorsteinsson, póstaf-
greiðslumaður á Gimli, Man.
24. Mrs. Arnór Ámason að heimili sinu að Oak Point, Man.,
eftir langvarandi vanheilsu; hnigin mjög að aldri.