Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Blaðsíða 35
ALMANAK 1939
35
um 6 ár í Swan River, þá 5 ár í Kenville, 7 ár í
Prince Albert og síðan aftur 7 ár í Swan River.
Snorra er lýst þannig að hann hafi verið hægur mað-
ur, geðprúður og samvizkusamur verkmaður, og vel
metinn af þeim sem hann þektu.
Börn þeirra hjóna eru 6. 1. Sigurbjörg Ágústa,
Winnipeg; 2. Herman, Parkdale, Sask.; 3. Elin (Mc-
Donald), Swan River; 4. óli Gústaf, stöðvarstjóri í
Kenville, Man.; 5. Lára (Pridham), Winnipeg; 6.
Kristján Albert, stöðvarstjóri í Piney. Þau sem gift
eru, eru öll gift hérlendum.
Jón Sigvaldason var fæddur í Lincoln County,
Minnesota 16. maí 1887. Foreldrar hans voru Árni
Sigvaldason Jónssonar fæddur á Búastöðum í Vopna-
firði, dáinn 10. jan. 1901 (sjá æfisöguágrip hans í
Alm. Ó. S. Th. 1903) og kona hans Guðrún Ara-
dóttir systir Skafta Arasonar bónda í Argyle-bygð
og Benedikts Arasonar í Kjalvík í Nýja-fslandi. Var
hún fædd 4. maí 1845, dáin hér 8. apríl 1923. Voru
þau Árni og Guðrún merkishjón og héraðshöfðingjar
í Minnesota. Jón ólst upp hjá foreldum sínum, til
fullorðins ára; eitt ár kendi hann við skóla í Minne-
sota áður en hann fiutti til Glenboro, sem var 1917.
Keypti hann stóra bújörð austan við bæinn, 2
mílur, og rak landbúnað í stórum stíl í mörg ár.
Síðan flutti hann til Glenboro og stóð fyrir olíu-
verzlun bænda í nokkur ár, flutti síðan til Long-
mont, Colorado og vinnur þar í þjónustu bróðir síns
Frank, sem hefir þar feikna umfangsmikla olíu-
verzlun. Jón er kvæntur Emily Landy, fædd í
Argyle-bygðinni 20. maí 1895, er hún dóttir Jóns
Jónassonar Landy frá Eystra-Landi í Axarfirði, og
konu hans Sigríðar Magnúsdóttir frá Litlu-Brekku
í Borgarhreppi í Borgarfjarðarsýslu, er hún fædd
þar 10. des. 1868. Emily er fríð kona og myndarleg
húsfreyja.