Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Blaðsíða 39
ALMANAK 1939
39
Argyle-bygð 22. apríl 1899, og er vænsta kona en
hefir átt við vanheilsu að stríða. Ágúst er hygginn
maður, lipur og tillögugóður, hefir hann myndarlegt
heimili í bænum, en hann hefir líka verið all-heilsu-
veill. f bæjarstjórn hefir hann setið í mörg ár.
Börn þeirra hjóna eru: 1. Anna Emily; 2. Her-
man; 3. Alice Margrét; 4. Aurora Lillian. Öll heima
í föðurgarði, efnileg og væn börn.
Gísli Jónsson er fæddur á Þvottá í Geithellna-
hreppi í Altafirði í Suður-Múlasýslu 1850, hann var
vel ættaður maður, sögu þáttur hans er í sögu Big
Point bygðar við Manitoba-vatn eftir Halldór Dan-
íelsson í Almanakinu 1926 og vísast hér til hennar.
Gísli kom fyrst til Glenboro vorið 1893 snöggva ferð
en mun hafa flutt hingað stuttu síðar, og bjó hann í
Glenboro þar til um 1897 að hann flutti norður í
Big Point-bygð. Gísli var tvígiftur, hefir hann
mist báðar konur sínar, hann var lærður trésmiður
og vel að sér gjör um marga hluti, hann mun enn
vera á lífi en hvar dvalarstaður hans er nú er mér
ekki kunnngt.
Bjcrn Benediktson, hann er fæddur að Byrgi í
Keldunesihrepp í N,-Þingeyjarsýslu, faðir hans var
Benedikt Björnsson frá Víkingavatni í Kelduhverfi,
nafnkunnur og greindur maður er hér átti heima í
bygð (Argyle-bygð) á fyrri árum, en móðir Björns
var Guðný Kristjánsdóttir kona Benedikts. Kona
Björns var Sigríður Jónsdóttir frá Ketilsstöðum á
Tjörnesi. Þau komu vestur 1883. Voru fyrst í
Winnipeg en síðar í Glenboro til 1898 að þau fluttu
til Big Point-bygðar við Manitoba-vatn og er sögu-
þáttur þeirra í sögu þeirrar bygðar eftir Halldór
Daníelsson í Almanakinu 1926, og er þar mannlýs-
ing og barna þeirra getið, og vísast þar til. Björn
dó 1909 en Sigríður mun enn lifa, hún var tápkona