Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Blaðsíða 74
74 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Árið 1887 giftist Sigurj. í annað sinn Önnu
Stefaníu dóttir Þorkels Pálssonar Þórðarsonar frá
Hnúki í Svarfaðardal í Eyjafjarðarsýslu og Ingi-
bjargar Gísladóttur Stefánssonar frá Flatatungu
í Skagafjarðarsýslu (sjá þátt T. J. Gíslasonar).
Árið 1889 fluttu þau Sigurj. og Anna vestur í
Skagafjörð og bjuggu fyrst þrjú ár í Flatatungu og
því næst átta ár í Glæsibæ.
Árið 1900 fluttu þau vestur um haf og settust
fyrst að í Winnipeg, svo komu þau út í þessa bygð
og dvöldu hér um hríð. Næst fluttu þau vestur til
Broadview, Sask. Þar tók Sigurjón land með heim-
ilisrétti og bjó þar rúm þrjú ár. Leiddist Sigurj.
þar því fátt var um íslendinga.
Hingað í bygð flutti Sigurjón árið 1909 og
keypti N. 1/2 S. 21, 1-6V af Gunnlaugi Árnasyni
(sjá þátt G. Á.) en seldi landið norðvestur frá
nokkru síðar, og settust þau þar að Sigurj. og Anna
ásamt tveim sonum sínum, Þorkeli og Gísla Berg-
man, (dóttur áttu þau er Margrét hét er varð eftir
á íslandi og giftist þar Lárusi Rist sundkennara;
aðra dóttur Ingibjörgu mistu þau unga í Winnipeg).
Var heimilið rétt í miðri bygðinni. Samkomuhús
stendur á syðra landinu og grafreitur íslendinga, og
varð því að sjálfsögðu miðþunktur ísl. félagslífsins
meðan þeirra naut.
Það var ekki ríkidæmi á að skipa er þau fyrst
settust hér að, en með hjálp sona hans og framsýni
og dugnað Önnu konu hans, jukust eigurnar fljótt.
Varð heimilið brátt eitt hinna myndarlegustu, afar-
stórt og vandað bygðu þeir. Þreskivél keyptu þeir
synir hans snemma og starfræktu og tvö lönd til
viðbótar.
Tók Þorkeil sonur hans snemma við búsforráð-
um með móður sinni er Sigurj. gerðist ellimóður og
naumast fær um að annast svo stórt bú, gestrisni