Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Blaðsíða 82
82 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Héðan fór H. alfarinn um 1907 og dvaldi á ýms-
um heilsuhælum þar til 1914 að hann sýndist fá
talsverðan bata. Dvaldi hann þá hér í bygð um
þriggja ára bil, en svo sótti í sama horfið aftur.
Síðan hefir hann lengst af verið á heilsuhælum. Nú
hefir hann verið um ár á fótum en er þó langt frá
að vera frískur. H. er velgefinn maður, all víðles-
inn og skemtilegur og var afkastamaður hinn mesti
meðan heilsan leyfði. Tvær dætur eignaðist H.
með konu sinni, þær Sæunni og Oddnýju. Þær eru
búsettar í Winnipeg.
Landnemi S.A. % S. 36, 1-6
Kristján B. Skagfjörð
albróðir H. B. Skagfjörðs
Kristján fæddist árið 1870 á Neðstalundi í
Öxnadal í Eyjafarðarsýslu og flutti með foreldrum
sínum vestur um haf árið 1873 og settist að í grend
við Rosseau, Ont., og nokkru síðar Omemee, Ont.,
og þaðan fluttu þau til Nýja-íslands. Árið 1881
fluttu þau til N. Dak., og settust að í grend við
Hallson. Árið 1891 flutti Kr. til Lögbergs-nýlendu
í Sask. Þar tók Kr. land með heimilisrétti og dvaldi
þar, þar til 1894 að hann kom suður aftur og settist
að rúma mílu vestur af Akra.
Árið 1898 gekk Kristján að eiga Sæunni Mag-
núsdóttur Þorsteinssonar (sjá þátt M. Þ.). Árið
1900 keypti K. heimilisrétt á ofangreindu landi af
stjóminni og varð að borga einn dollar fyrir hverja
ekru, vegna þess að hann hafði áður tekið land í
Canada. Haustið 1901 flutti Kristján á landið og
kom þá með þreskivél er hann hafði átt og starf-
rækti hana hér nokkur ár.
Kvað allmikið að Kr. Hér var 'hann drífandi og
útsjónargóður, fékst við opinber störf, var t. d.
meðráðamaður Stanley sveitar um tíma. Fyrir
hans milligöngu fékst fé til að rista fram stærsta
flóann hér í bygð. Var það allmikið verk og þurkaði
upp stóran part bygðarinnar. Á tímabili mun Kr.