Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Side 51
ALMANAK 1939
51
hans allmörg ár á Hrappsstöðum í þeirri sveit, —
Kristján var tvígiftur, hét fyrri hona hans María
Jónsdóttir, væn kona og greind, bjuggu þau um
tíma á Hóli í Kinn áður en þau fluttu vestur 1888.
Voru þau nokkur ár í Argyle-bygð en fluttu til Glen-
boro nokkru fyrir aldamót og voru þar til dauða-
dags. Stundaði Kristján algenga vinnu, var ætíð
fremur fátækur en sjálfbjarga, hann var hirðu-
maður og ráðvandur, hann dó 1924. María dó 17.
desember 1909.
Seinni kona Kristjáns var Stefanía Stefáns-
dóttir fædd á Staðarhóli í Saurbæ í Dalasýslu, 27.
feb. 1854, ólst upp þar um slóðir og var eitthvað á
Vestfjörðum áður en hún fluttist vestur um haf árið
1901. Var hún í Keewatin, Ont., Winnipeg og Swan
River á tímabilinu þar til hún kom til Glenboro 1907.
Á þeim árum keypti hún eitthvað af fasteignum og
farnaðist vel. Skrifaði B. L. Baldvinsson ritstjóri
Heimskringlu í þá tíð, um hana á ritstjórnarsíðu og
birti mynd af henni og fór um hana lofsamlegum
orðum, fyrir dugnað og framsýni. Hún var greind
kona og all-mikill skörungur. Hún er enn á lífi á
ellihælinu Betel.
Eina dóttir áttu þau Kristján og María en hún
kom adrei vestur og dó heima. Eina stúlku fóstr-
uðu þau, Jónínu Sigurveigu Guðnadóttir, er hún gift
Haraldi Davíðssyni Jónassonar frá Winnipeg. Þau
búa í Baldur.
Halldór Tryggvi Johnson frá Tirðilmýri á Snæ-
fjallaströnd í ísafjarðars., bráðgáfaður mentamað-
ur sem dó í Winnipeg 18. des. 1918, var á vegum
Stefaníu eftir að hann kom vestur 1910. Þekti hún
til hans á íslandi og bauð honum vestur til sín. Átti
hann glæsilegan mentaferil þó ungur væri, og hefði
óefað átt merkilega og fagra framtíð hefði honum
enst aldur.