Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Blaðsíða 87
ALMANAK 1939
87
bygðinni; er ættar hans getið í þætti Siglunes-bygð-
ar 1914. Guðlaug er fædd hér í bygðinni 8. febr.
1900.
Björn keypti land sem Andrés Gíslason hafði
numið, á S.W. af 22-22-9 og reisti þar bú sama ár
sem hann kvæntist. Þar bjó hann 7 ár. Þaðan flutti
hann í Indíána Reserve sem liggur samhliða bygð-
inni, og var þar umboðsmaður stjórnarinnar um 3
ár. Þaðan flutti hann til Eriksdale, og hafði þar á
hendi útkeyrslu og aðgerðir á bílum í 5 ár. Þá
flutti hann aftur á land sitt sem hann hafði leigt
þessi 8 ár, og hefir búið þar síðan. Börn þeirra
h.jóna eru: Stanley, Jónas, Leslie, Konráð og Marvin.
ólafur Johnson, er fæddur 27. nóv. 1901. For-
eldrar hans eru Jóhannes Jónsson frá Fossvöllum í
Jökulsárhlíð og Ólöf Jónsdóttir. Er allra þeirra
getið í þætti Siglunes-bygðar 1914. Kona Ólafs
er ólafía Jónasdóttir K. Jónassonar bónda við
Vogar, Man., hún er fædd 25. júní 1906. ólafur
hefir ekki numið land en hefir keypt N.W. af 17-22-9
og suður helming af 18-22-9. Hann hefir komið upp
snotru heimili og góðu gripabúi og farnast vel. —
Börn þeirra eru: Ólafur Reinald og Leo Harvey.
óskar Sveistrup, er fæddur hér í bygðinni 29.
júlí 1906. Foreldrar hans voru Ásgeir Sveistrup
°g Ólína Fjörvadóttir. Er ættar þeirra getið í þátt-
um Siglunes-bygðar 1914. óskar ólst upp hjá for-
eldrum sínum þar til hann kvæntist og reisti bú
1927. Kona hans er Helga Halldórsdóttir frá West-
bourne, en móðir hennar er Margrét Hávarðsdóttir,
er þeirra getið í þætti Hayland-bygðar. Helga er
fædd 29. júní 1907. Börn þeirra eru: Hall, Marvin.
°g Kenneth.
óskar hefir ekki numið land, en hann hefir
keypt landnámsjörð Guðmundar ísbergs sem er S.A.
af 15-22-9 og partur af 10-22-9.