Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Blaðsíða 97
ALMANAK 1939
97
Febi'. 1938—Miss Salome Halldórsson, M.L.A.,
flytur áhrifamikla ræðu á fylkisþingi Manitoba.
20. febr. 1938—Dr. Richard Beck kosinn for-
maður í nefnd þeirri, sem stendur fyrir hátíðarhöld-
um í Grand Forks, N. D., í tilefni af 150 ára afmæli
stj órnarskrár Bandaríkj anna.
22. marz 1938—Dr. P. H. T. Thorláksson pró-
fessor í skurðlækningum við Manitoba háskólann
hefir verið kjörinn meðlimur National Research
Council.
18. apríl 1938—Mrs. B. H. Olson og Paul Bardai
voru sólósöngvarar með Winnipeg Philharmonic
flokknum í “King Olaf” eftir Sir Edward Elgar.
25. apríl 1938—Dr. Sig. Júl. Jóhannesson heiðr-
aður á sjötugs afmæli sínu, með afar fjölmennri
samkomu hér í borg. Var honum þar af alúð þakk-
að fyrir vel unnið starf.
22.—28. apríl—A. S. Bardal, stórtemplar, stýrir
ársþingi stórstúkunnar hér í borg.
4. maí 1938—Karlakórinn, söngstjóri R. H.
Ragnar, heldur opinbera hljómleikasamkomu hér í
borg; hlýtur dásamlegt lof beggja stórblaðanna
Tribune og Free Press.
Maí 1938—Miss Margretta Halldórsson fyrsta
kona í Canada, er stjórnar flugferðaskrifstofu. Hún
er dóttir dr. M. B. Halldórson í Winnipeg.
4. júní 1938—Sýning á íslenzkum heimilisiðnaði
haldin í stærsta samkomusal T. Eaton byggingar-
innar í Winnipeg. Halldóra Bjarnadóttir sýnir þar
íslenzka muni.
21. júní 1938—Samsæti til heiðurs skáldkon-
unni Guðrúnu H. Finnsdóttur (Mrs. Gísli Johnson),
haldið í Moore’s gistiskálanum í Winnipeg.
Júní 1938—Guttormur J. Guttormsson skáld
boðinn heim. Alþing íslands veitir fé til fararinnar.