Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Blaðsíða 41
ALMANAK 1939
41
Oliver eftir það í Selkirk hjá dætrum sínum. Hann
dó 18. janúar 1932.
Fjórar dætur áttu þau hjón: 1. Guðrún, gift
Jakob Ingimundarsyni í Selkirk; 2. óla, gift Birni
Kelly í Selkirk, er hann bróðir frú Guðrúnar Búason
í Winnipeg er nafnkunn var meðal ísl., nú dáin; 3.
Guðbjörg, gift Jóhannesi Andréssyni Jóhannssonar
bónda í Argyle-bygð (Walterson) ; 4. Sigurjóna
(Jenny), gift hérlendum, B. Pennycook í Glenboro.
Jóhanna Vilhelmína Elísa Robert, hún er fædd í
Argyle-bygðinni 23. sept. 1888. Foreldrar: Benoní
Guðmundsson Guðmundssonar frá Ferjubakka í
Mýrasýslu og Margrét Bjarnadóttir frá Steini í
Svartárdal í Húnavatnss. Er Jóhanna gift frönskum
manni, hafa þau búið hér í bænum allnokkuð fram
yfir aldarfjórðung, ekki alllöngu síðan flutti hún til
Winnipeg og á þar heima nú, en maður hennar býr
hér enn. Börn tvö eiga þau: Jónas Henry, ógiftur,
stjórnar rafstöðinni í Virden, Man., og Julia Melba,
gift hérlendum manni, býr í Winnipeg Beach.
Jóhanna er í sjón hin mesta myndarkona, dug-
leg og ráðsett. Um fjölda mörg ár hér í Glenboro
stundaði hún verzlun með kvenklæðnað upp á eigin
reikning með myndarskap. Hún var systir Jónasar
Björns Goodman (Peter Goodman) sem getið er í
söguþáttum þessum í Alm. 1937.
ólína Jónsdóttir Goodman. Fædd í Vest-
mannaeyjum 24. des. 1864. Foreldrar: Jón Jónsson
og ólöf ólafsdóttir, kom hún vestur 1885. Maður
hennar var Albert Guðmundsson, ættaður af Aust-
urlandi, maður vel gefinn, bjuggu þau lengi nálægt
Sinclair, Man. Þau skildu, flutti hún til Glenboro
1908 og átti jafnan heima þar síðan, en Albert dó
skömmu seinna. Ólína vann eins og víkingur hér
framan af árum, og barðist sem hetja fyrir börnum