Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Blaðsíða 53
ALMANAK 1939
53
Jón hefir stundað landbúnað og skósmíðar.
Hann er nú til heimilis í Baldur, Man. Guðný er
dáin fyrir mörgum árum síðan.
Hermann K. F. Einarson, fæddur í Winnipeg
1888. Hann giftist hér í Glenboro, Sigríði Guðrúnu
Tait 1917. Hann var hér í Glenboro í nokkur ár, en
hefir í fjölda mörg ár verið á geðveikrahæli í Bran-
don, en kona hans er hér í Glenboro, hún er ættuð
frá Stykkishólmi en fædd í Reykjavík 30. júní 1895.
Börn þeirra eru Andrea og Stefán Ghristian Godwin.
Hermann S. Josephson, hann er fæddur 24. feb.
1889 í íslenzku bygðinni í Minnesota. Foreldrar
hans Sigurrín V. Josephson frá Leifsstöðum í
Vopnafirði og Rósa Pálsdóttir frá Hákonarstöðum á
Jökuldal í N.-Múlasýslu. Hermann ólst upp hjá
foreldrum sínum í Minnesota. Hann tók þátt í stríð-
inu mikla, sigldi til Frakklands og tók þátt í
Argonne orustunni miklu. Kom heim úr stríðinu
um mitt sumar 1919. Til Glenboro kom hann um
1920, keypti góða bújörð um 4 mílur norðaustur frá
Glenboro og hefir stundað landbúnað þar með mikl-
um dugnaði síðan. Lítinn þátt tekur hann í ísl.
félagsskap. Hermann er stór maður vexti, þrekinn
og allgóður bóndi og duglegur verkmaður, fáorður
og fáskiftinn, er allvel lesinn á enska vísu og vel
viti borinn, en maður nokkuð sérkennilegur í skoð-
unum. Hann er ókvæntur.
Albert W. Johnson (Albert Þorvaldsson). Fædd-
ur á Egilsstöðum á Völlum á Austurlandi 9. marz
1869. Foreldrar: Þorvaldur Jónsson söðlasmiður á
Gíslastöðum og Elin Eyjólfsdóttir frá Strönd. Kona
Alberts er Sigríður Jónsdóttir Eyjólfssonar frá
Strönd.
Albert kom 9 ára gamall til Vesturheims í ís-
lenzku bygðina í Minnesota og var þar fram að