Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Blaðsíða 103
ALMANAK 1939
103
12. Felix Þórðarson, að heimili dóttur sinnar og tengdason-
ar í New Brunswick, New Jersey, U. S. A. Fæddur 24.
maá 1850, ættaður frá Stórhildirsey, Austur-Landeyj-
um, Rángárvallasýslu.
14. Guðmundur Ingimundarson til heimilis á Gimli, Man.
Varð úti á leið til Sperling, Man.
15. Sigurður Johnson í Minnewakan, Man. 73 ára að aldri.
Fæddur í Bygðarholti í Lóni í Austur-Skaftafellss.
Foreldrar: Jón Jónsson og kona hans Ragnhildur Gísla-
dóttir. Flutti vestur 1892.
23. Mrs. Magnús Stephenson í Los Angeles, Calif.
23. Jens Júlíus'Eiríksson, að heimili sínu nálægt Lundar,
Man. Fæddur í Brekkuseli í Hróarstungu 21. júli 1865.
Foreldrar: Eirikur Magnússon og kona hans Guðrún
Hallgrímsdóttir.
24. Mrs. Ingiríður Margrót Eiríksson að heimili fóstur-
dóttur sinnar og manns hennar, Mr. og Mrs. C. J.
Borm í Prince Albert, Sask. Fædd að Krithóli í Skaga-
firði 18. ág. 1861. Foreldrar: Jón Jónsson og Ingibjörg
Arnþórsdóttur. Giftist 1880 Þ-orkeli Eiríkssyni, og
flutitu þau hingað vestur 1888.
MARZ 1938
3. Björg Jónsdóttir Johnson, á sjúkrahúsinu i Vancouver,
B. C. Fædd 4. ág. 1876 á Skógarströnd við Breiðafjörð.
Flutti vestur með fctreldrum sínum Jóni og Þorbjörgu
árið 1885.
I- Þorsteinn Pétursson í Piney, Man. Fæddur 10. júlí
1863. Foreldrar: Pétur Þorsteinsson og kona hans Sig-
ríður Þorleifsdóttir. Kom hingað vestur 1876.
7. Grímur Guðmundsson, að Langruth, Man. Fæddur í
Þjórsárholti í Arness. 1857. Foreldrar; þau Jóhann
Guðmundur Grimsson og Margrét. Flutti hingað vest-
ur ásamt konu sinni Ingibjörgu Erlendsdóttur árið
1886
9. Þorkell Johnson, að heimili dóttur sinnar Mrs. B.
Hrútfjörð, nálægt Blaine, Wash. Fæddur að Litlu
Hólum i Mýrdal 20. okt 1864. Foreldrar: Jón Þorkels-
son og kona hans Ingiríður Einarsdóttir.
10. Eiríkur Stefánsson lézt í Framnes-bygðinni í Nýja-
Islandi, ættaður frá Árnanesi í Austur-Skaftafellss.,
kominn yfir nírætt. Flutti vestur 1904. Faðir hans
var Stefán Eiríksson á Árnanesi, dannebrogsmaður og
alþingismaður. En móðir hans var Guðrún Einarsd.
10. Ólafur Árnason Anderson, að heimili Magnúsar s'onar
síns við Riverton, Man. 75 ára að aldri. Hann var ætt-
aður úr Hornafirði. Kom að heiman 1903.