Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Blaðsíða 36
36 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Jón er bezti drengur, stórhuga og bjartsýnn,
örlátur og sker sér sízt við neglur. Ekki græddi
hann fé í Canada, en allmikið af reynslu og fjöl-
marga vini. Hann hefir ágæta stöðu þar sem hann
er nú og hefir farnast prýðilega. Börn þeirra eru
hér talin: 1. Grace Emily; 2. Jón Elwyn; 3. Bernice
Eileen.
Frank Sigvaldason, bróðir Jóns keypti bújörð
hér vestan við bæinn og bjó þar stuttan tíma,
seldi hann Jóni bróður sínum jörðina og flutti til
Bandaríkjanna aftur, hafði hann olíuverzlun í
Minneota í nokkur ár en flutti síðan til Longmont
í Colorado ríkinu og hefir haft þar stóra olíuverzlun
og feikna umsetningu, hefir hann í þjónustu sinni
fjölda marga menn, er hann talinn ríkur maður.
Frank er valmenni og á hann það ekki langt að
sækja. Hann er stór maður vexti og vel vaxinn,
drengilegur í framkomu og góðum hæfileikum
gæddur. Hann giftist konu af skandinaviskum ætt-
um, var hún heilsutæp og mun það hafa verið að
mestu orsökin að hann flutti til Colorado, að reyna
hið heilnæma loftslag í fjalllendinu þar syðra, henni
til heilsubótar, en hann misti hana eftir nokkurra
ára sambúð. Börn áttu þau, en hvað mörg er mér
ekki kunnugt.
Baldvin Benediklsson Guðlaugssonar frá Sörla-
stöðum í Fnjóskadal kom til Vesturheims á fyrsta
árinu og var einn af fyrstu landnámsmönnum í
Argyle og þar bjó hann fram á gamals aldur. Hann
bjó í Glenboro aðeins stuttan tíma eftir að hann lét
af búskap. Hann dó í Winnipeg 28. nóv. 1919.
Kona hans var Guðný Antoníusdóttir frá Keldu-
skógum á Berufjarðarströnd, vænsta kona; systir
hins velþekta öldungs Sigurðar Antoníussonar fyrr-
um bónda í Argyle-bygð er til íslands fór áttræður
1930, sem enn er á lífi og ern vel. Guðný dó 2. jan.
1925.