Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Page 36

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Page 36
36 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: Jón er bezti drengur, stórhuga og bjartsýnn, örlátur og sker sér sízt við neglur. Ekki græddi hann fé í Canada, en allmikið af reynslu og fjöl- marga vini. Hann hefir ágæta stöðu þar sem hann er nú og hefir farnast prýðilega. Börn þeirra eru hér talin: 1. Grace Emily; 2. Jón Elwyn; 3. Bernice Eileen. Frank Sigvaldason, bróðir Jóns keypti bújörð hér vestan við bæinn og bjó þar stuttan tíma, seldi hann Jóni bróður sínum jörðina og flutti til Bandaríkjanna aftur, hafði hann olíuverzlun í Minneota í nokkur ár en flutti síðan til Longmont í Colorado ríkinu og hefir haft þar stóra olíuverzlun og feikna umsetningu, hefir hann í þjónustu sinni fjölda marga menn, er hann talinn ríkur maður. Frank er valmenni og á hann það ekki langt að sækja. Hann er stór maður vexti og vel vaxinn, drengilegur í framkomu og góðum hæfileikum gæddur. Hann giftist konu af skandinaviskum ætt- um, var hún heilsutæp og mun það hafa verið að mestu orsökin að hann flutti til Colorado, að reyna hið heilnæma loftslag í fjalllendinu þar syðra, henni til heilsubótar, en hann misti hana eftir nokkurra ára sambúð. Börn áttu þau, en hvað mörg er mér ekki kunnugt. Baldvin Benediklsson Guðlaugssonar frá Sörla- stöðum í Fnjóskadal kom til Vesturheims á fyrsta árinu og var einn af fyrstu landnámsmönnum í Argyle og þar bjó hann fram á gamals aldur. Hann bjó í Glenboro aðeins stuttan tíma eftir að hann lét af búskap. Hann dó í Winnipeg 28. nóv. 1919. Kona hans var Guðný Antoníusdóttir frá Keldu- skógum á Berufjarðarströnd, vænsta kona; systir hins velþekta öldungs Sigurðar Antoníussonar fyrr- um bónda í Argyle-bygð er til íslands fór áttræður 1930, sem enn er á lífi og ern vel. Guðný dó 2. jan. 1925.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.