Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Blaðsíða 40
40 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
mikil. Hitti eg hana og son hennar Benedikt við
Beaver Dam Lake í norður Manitoba 1924; var hún
þá enn sem ung væri.
Steingrímur Guðnason var fæddur á Kaldbak
eða Hringveri í Þingeyjarsýslu 1858. Foreldrar:
Guðni Þorsteinsson Jakobssonar og Guðlaug Hall-
grímsdóttir Hallgrímssonar, móðir Guðlaugar hét
Guðrún Sigurðardóttir. Steingr. kom til Vesturh.
1887 og nærri strax til Argyle. Þar bjó hann mynd-
ar búi til 1909 að hann flutti til Glenboro og bygði
sér þægilegt heimili. Kona hans var Sigurlaug
Jónsdóttir.
Börn áttu þau ekki en eina stúlku fóstruðu þau,
Guðnýju J^kobínu Guðnadóttir, ættuð úr Vopnafirði.
Giftist hún Magnúsi J. Nordal bónda í Argyle-bygð,
er hann dáinn, en hún býr með börnum sínum. —
Steingrímur var vænsti maður og búhöldur góður.
Hann dó 19. ágúst 1914, en kona hans 28. febr. 1923.
Bróðir Steingríms var Þorlákur Guðnason bóndi
í Argyle-bygð, dáinn fyrir nokkrum árum, en systir
þeirra, Petrína, kona Árna Gottskálkssonar á Gimli,
er enn á lífi.
Oliver Björnsson var fæddur að Valagerði í
Víðimýrarsókn í Skagafirði 1853. Kom til Ameríku
1884 en til Argyle 1887, stundaði hann þar land-
búnað í rúm 30 ár. Hann kom vestur bláfátækur
eins og aðrir en hann var sparneytinn og iðjusamur
búmaður góður en hafði jafnan fremur lítið í ve'ltu.
Er hann brá búi 1909 hafði hann fé þó nokkuð til
hlítar, og gat litið fram til elli áranna áhyggjulaus.
Kona hans var Sigurlaug ólafsdóttir, fædd að Vind-
hæli á Skagaströnd í Húnavatnssýlu 20. maí 1854.
Til Glenboro fluttu þau 1909 og lifðu þar rólegu
lífi þar til Sigurlaug dó mörgum árum síðar. Var