Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Blaðsíða 84
84 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Tveim árum síðar gekk hún að eiga Björn, sem
fyr segir og fluttust þau þá vestur á Skarðsströnd.
Þaðan fluttu þau til N. Dak. (hvaða ár er þeim sem
þetta ritar ókunnugt). Hingað í bygð fluttu þau
hjón vorið 1901, og settust að á S.A. % S. 1-7 er
keypt hafði Kristján bóndi Samúelsson á Garðar,
N. Dak. Þar bjuggu þau Björn og Sigurbj. og
störfuðu þeir Björn og drengir hans við skógarhögg
á löndum Kristj. er átti austur helming fermílunnar.
Var Bj. liðtækur við það verk þótt gamall væri.
Síðar festi Jónas sonur hans kaup í S.V. % S,
1-7. Þangað fluttu þau Björn og Sigurbj. og
b.juggu þar unz þau vorið 1911, fluttu til Víðir-
bygðar. Þar tók Björn land með heimilisrétti og
bjó þar til 1921 að þau hjón fluttu til Davíðs sonar
síns er býr í grend við Elfros, Sask. Og þar andaðist
Björn 19. maí 1922. Sigurbjörg hefir síðan átt
heimili hjá syni sínum og er furðu ern og hress í
anda ennþá.
Þau hjón voru bæði greind og hagorð vel, og
sérstaklega íslenzk í anda og unnu íslenzkum bók-
mentum, enda víðlesin og margfróð.
Börn þeirra hjóna eru: 1. Jóhanna, gift Charles
Fairbank enskum manni, nam N.A. % S. 6, 1-6 og
bjuggu þar nokkur ár, en fluttu þaðan til Struan,
Sask., og eru búsett þar; 2. Sigurður, ógiftur í Ari-
zona; 3. Gísli, giftur Jóhönnu Guðrúnu Gunnars-
dóttur Einarssonar (sjá þátt G. Einarssonar).
Bjuggu þau fyrst hér í bygð : S.A. % 24, 1-7, flutt-
ust þaðan til Víðir 1911. Fór Gísli í Canadiska her-
inn og var gasaður og hefir verið frá vinnu í fjölda
mörg ár en hlaut hermanna eftirlaun. Nú eru þau
hjón búsett í Vancouver, B. C.; 4. Jónas, tvígiftur,
fyrri kona hans var Guðfinna Árnadóttir, dáin fyrir
allmörgum árum frá 7 börnum ungum í Mozart,
Sask. Nú býr Jónas í grend við Leslie, Sask., og er
nýlega giftur aftur (um deili á konu hans veit ekki sá
er þetta ritar) ; 5. Davíð, giftur Helenu Helgadóttir
Jónssonar (sjá þátt Helga Jónssonar). Þau eru