Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Blaðsíða 38
38 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
sitt verk. Kona hans er Anna Guðbjörg Stefáns-
dóttir Kristjánssonar fyrrum bónda í Argyle-bygð,
dáinn 1920 og konu hans Matthildar Halldórsd'G-
ir. Þau eiga tvö börn: Donna Elvene og Benedikt
Gerald.
Herman S. Arason er fæddur í Argyle-bygð-
inni 1. febrúar 1884. Foreldrar hans Skafti Arason
frá Hringveri á Tjörnesi og kona hans Anna Jó-
hannsdóttir frá Hrísey í Eyjafjarðarsýslu. Her-
man var bráðefnilegur og fjörmaður mikill, fríður
sýnum og dengur góður. Ólst hann upp hjá föður
sínum í Argyle, á hinum nafnkunna búgarði hans,
en Skafti var héraðshöfðingi í Argyle á meðan hann
lifði. Ungur fór Herman að vinna við verzlunar-
störf i Glenboro. Verzlaði síðan upp á eigin
reikning í félagi við þá Sigmars bræður og síðar
eftirmann þeirra Friðrik Friðriksson. Herman tók
þátt i íslenzkum félagsskap og var fyrsti forseti
Glenboro safnaðar, sem stofnaður var 1919. Tók
hann einnig þátt í íþróttalífi bæjarins og hérlendum
félagsskap, hann átti prýðisfagurt heimili í bænum,
bjó hann þar með móðir sinni og systir. Hann var
ókvæntur. Hefði hann óefað átt glæsilega framtíð
ef honum hefði enst aldur. Hann dó á spítalanum í
Rochester, Minn., 2. feb. 1920.
Ágúst S. Arason, bróðir Hermanns er fæddur í
Argyle-bygðinni 15. ágúst 1886, ólst hann upp í
föðurgarði, en var aðeins 17 ára er faðir hans dó.
Stundaði hann landbúnað á föðurleifðinni eftir frá-
fall föður síns þar til hann flutti til Glenboro fyrir
nær 20 árum síðan.
Kona Ágústs er Aurora Guðný Olgeirsdóttir
Friðrikssonar fyrrum bónda í Argyle-bygð (dáinn
26. júní 1938) og konu hans Vilborgar Jónsdóttir
frá Stóru Brekku í Hróarstungu, hún er fædd í