Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Blaðsíða 90
90 6LAFUR S. THORGEIRSSON:
sem heita William Jón og Edmund Paul. Jón reisti
bú á föðurleifð sinni sem er N.W. 23-22-10, en keypt
hefir hann S.WJ/i 25-22-10 og vesturhelminginn af
26-22-10. Hann hefir gott gripabú og farnast vel.
Páll, bróðir Jóns er fæddur 18. nóv. 1885 í Hús-
ey í Norður-Múlasýslu. Hann hefir numið land N.E.
25-22-10. Guðmundur bróðir þeirra er fæddur á
Sleðbrjót 11. júní 1891. Hann hefir numið land á
N.E. 19-22-9. Báðir eru þeir bræður búlausir menn.
ókvæntir en vel fjáreigandi. Páll hefir oftast unnið
að vöruflutningum á sumrum, en að fiskiveiðum á
vetrum. Guðmundur hefir á síðari árum unnið á
smjörgerðarhúsum fyrir stjórnina.
Jónas Johnson, er fæddur hér í landi 13. marz
1909. Faðir hans var Jónas Jónsson, en Jón sá var
bróðir Gísla Jónssonar, föður Þorsteins Gíslasonar
ritstjóra. Móðir Jónasar yngra, er Maren Jóns-
dóttir ættuð úr Færeyjum. Hún fluttist hingað
með manni sínum 1903 og settust þau að við Lang-
ruth, og þar lézt Jónas fám árum síðar. Maren
fluttist þá hingað í bygðina og nam land á N.W. af
1-23-10. Jónas hefir einnig numið land á S.W. af
sömu section. Á þessum löndum býr hann með
móður sinni ókvæntur. Systkini Jónasar eru: Jón,
Hjálmar, Þorsteinn, Guðrún og Ragnheiður.
Davíð Eggertsson, er fæddur hér í bygðinni 1.
marz 1911. Foreldrar hans voru Eggert Sigurgeirs-
son (nú dáinn) og Svanhildur Sigurbjörnsdóttir. —
Hann er því albróðir Björns kaupmanns á Vogar.
Davíð hefir nú tekið við búi á landnámsjörð
föður síns. Kona hans er Sesselja Halldórsdóttir
frá Westbourne, og er ættar hennar getið í þætti
John S. Johnson hér að framan. Þau eiga eina
dóttur ársgamla sem heitir Margrét Svanhildur. —
Davíð er efnilegur bóndi og smiður góður.
Jóel Gíslason, var fæddur á Bakka á Tjörnesi í
Þingeyjarsýslu 1. júlí 1865. Foreldrar hans voru