Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Blaðsíða 60
60 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Úlfar, sléttuúlfar (Coyotes) eru mjög algengir
um öll fylki þessa lands. Þeir eru huglitlir, hræddir
við menn og halda sér jafnan í felum og eru afar
varir um sig. Flestir sem dvalið hafa hér um skeið
munu oftar en einu sinni hafa fundið til ónota, við
að hlusta á ýlfur þeirra og gól. Það er afar óyndis-
legt, líkast því, sem maður myndi ímynda sér út-
burðar væl. Eg hefi oft orðið þess var, að úlfar
hafa veitt mér eftirför, þó eg hafi ekki vitað af því í
bráðina. Eg hefi tekið eftir því að þeir hafa rakið
slóð mína. Hvers vegna þeir gera það, veit eg ekki.
Líklega er það af forvitni. En þó grunar mig, að
ef manni hlekktist eitthvað á, yrði að setjast að og
bíða eftir hjálp, að þá myndu þeir fljótt gera hver
öðrum aðvart og veita umsát þar til þeim þætti tími
kominn til að gera áhlaup.
Skógar úlfar (Timber wolves) eru stórir og
grimmir. Þeir halda sig mjög norðarlega hér í
fylkjum, en koma þó stundum til bygða á eftir skóg-
ardýrum, sem flúið hafa undan þeim. Þó þeir séu
grimmir, eru þeir samt ragir og huglausir, fara
því sjaldan einförum, en oftast í stórhópum, og
ætíð fara þeir í hópum til veiða. “Ekki er gott að
verða á þeirra leið.” Honum varð að því Indíánanum
í Eldrid, Sask., fyrir löngu síðan. Hann fór á
veiðar einn dag að hausti til, og kom aldrei til baka
úr þeirri för. Nokkru seinna fundust bein hans á
víð og dreif um skóginn og um leið ýms vegsum-
merki, sem greinilega skírðu frá því sem skeð hafði.
Hann hafði skotið dýr, en svo vildi þá til, að
stórhópur úlfa var að elta það. Það kom hik á þá
er þeir sáu manninn, enda varðist hann með byss-
unni meðan skotfæri entust. Þegar sú vörn braut,
hafði hann kveikt elda sér til varnar, hafði höggvið
stórt rjóður þar í skóginum og bygt um sig skjald-
borg með bálköstum, sem sjá mátti af viðarkolum
sem eftir voru. En óvinirnir biðu þess að hann
örmagnaðist af þreytu og svefni, og voru þá vissir