Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Side 60

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Side 60
60 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: Úlfar, sléttuúlfar (Coyotes) eru mjög algengir um öll fylki þessa lands. Þeir eru huglitlir, hræddir við menn og halda sér jafnan í felum og eru afar varir um sig. Flestir sem dvalið hafa hér um skeið munu oftar en einu sinni hafa fundið til ónota, við að hlusta á ýlfur þeirra og gól. Það er afar óyndis- legt, líkast því, sem maður myndi ímynda sér út- burðar væl. Eg hefi oft orðið þess var, að úlfar hafa veitt mér eftirför, þó eg hafi ekki vitað af því í bráðina. Eg hefi tekið eftir því að þeir hafa rakið slóð mína. Hvers vegna þeir gera það, veit eg ekki. Líklega er það af forvitni. En þó grunar mig, að ef manni hlekktist eitthvað á, yrði að setjast að og bíða eftir hjálp, að þá myndu þeir fljótt gera hver öðrum aðvart og veita umsát þar til þeim þætti tími kominn til að gera áhlaup. Skógar úlfar (Timber wolves) eru stórir og grimmir. Þeir halda sig mjög norðarlega hér í fylkjum, en koma þó stundum til bygða á eftir skóg- ardýrum, sem flúið hafa undan þeim. Þó þeir séu grimmir, eru þeir samt ragir og huglausir, fara því sjaldan einförum, en oftast í stórhópum, og ætíð fara þeir í hópum til veiða. “Ekki er gott að verða á þeirra leið.” Honum varð að því Indíánanum í Eldrid, Sask., fyrir löngu síðan. Hann fór á veiðar einn dag að hausti til, og kom aldrei til baka úr þeirri för. Nokkru seinna fundust bein hans á víð og dreif um skóginn og um leið ýms vegsum- merki, sem greinilega skírðu frá því sem skeð hafði. Hann hafði skotið dýr, en svo vildi þá til, að stórhópur úlfa var að elta það. Það kom hik á þá er þeir sáu manninn, enda varðist hann með byss- unni meðan skotfæri entust. Þegar sú vörn braut, hafði hann kveikt elda sér til varnar, hafði höggvið stórt rjóður þar í skóginum og bygt um sig skjald- borg með bálköstum, sem sjá mátti af viðarkolum sem eftir voru. En óvinirnir biðu þess að hann örmagnaðist af þreytu og svefni, og voru þá vissir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.