Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Blaðsíða 76
76 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Landnemar S.V. % 25, 1-6
Árni H. Helgason og Jónas Bergman
Árni er fæddur 25. júlí árið 1870 á Botni í
Hrafnagilssókn í Eyjafjarðarsýslu. Foreldrar hans
voru þau hjónin Hallgrímur Helgason Hallgrímsson-
ar er lengi bjó á Grísará. Kona Helga var Guðrún
Jónsdóttir. Móðir Árna var Kristbjörg Árnadóttir.
Árni var ungur tekinn til fósturs af móðurfor-
eldrum sínum, þeim Árna Þorleifssyni og Elísabetu
Jónasd., og með þeim fluttist hann vestur um haf
árið 1878. Settust þau fyrst að í grend við Gimli,
Man., næsta ár fluttust þau suður á Sandhæðir í N.
Dak., og ári síðar til Garðar-bygðar.
Árið 1892 gekk Árni að eiga Elísabetu Sigfús-
dóttur Jónassonar Bergman. Móðir Elísabetar var
Þórunn Jónsdóttir Halldórssonar frá Ytra-Lauga-
landi í Eyjafirði. Móðir Sigfúsar Bergmans var
Valgerður Eiríksdóttir prests á Þóroddsstað.
Elísabet . fluttist ásamt foreldrum sínum til
Ameríku árið 1882 og ólst upp með þeim unz að hún
giftist. Árið 1895 fluttu þau Árni og Elisab. vestur
að hafi og dvöldu þar um tvö ár og komu svo til
baka til Garðar, og dvöldu þar unz þau, vorið 1900,
fluttu hingað á land er Jónas bróðir Elísab. hafði
sett hemilisrétt á árið áður (S.V. % af 25). Þótti
Jónasi, sem var einhleypur maður, erfitt að vinna
landið einn og bauð því Árna mági sínum að setjast
þar að, og þeir skyldu svo hjálpast að vinna skyldu-
störfin upp á helminga býtti. Dvaldi Jónas þar á
sumrum en á Garðar, N. Dak., á vetrum, unz hann
fékk eignarbréfið, og gaf þá mági sínum eftir hálft
landið til eignar og leigði honum sinn part, en sett-
ist eftir það alveg að á Garðar, þar sem hann hefir
unnið við verzlunarstörf síðan. Hann er enn ó-
kvæntur.
Árni hefir búið á ofangreindu landi og keypti
síðar part mágs síns, einnig keypti hann meira land
síðar. Konu sína misti Árni 14. apríl 1930, og býr