Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Page 76

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Page 76
76 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: Landnemar S.V. % 25, 1-6 Árni H. Helgason og Jónas Bergman Árni er fæddur 25. júlí árið 1870 á Botni í Hrafnagilssókn í Eyjafjarðarsýslu. Foreldrar hans voru þau hjónin Hallgrímur Helgason Hallgrímsson- ar er lengi bjó á Grísará. Kona Helga var Guðrún Jónsdóttir. Móðir Árna var Kristbjörg Árnadóttir. Árni var ungur tekinn til fósturs af móðurfor- eldrum sínum, þeim Árna Þorleifssyni og Elísabetu Jónasd., og með þeim fluttist hann vestur um haf árið 1878. Settust þau fyrst að í grend við Gimli, Man., næsta ár fluttust þau suður á Sandhæðir í N. Dak., og ári síðar til Garðar-bygðar. Árið 1892 gekk Árni að eiga Elísabetu Sigfús- dóttur Jónassonar Bergman. Móðir Elísabetar var Þórunn Jónsdóttir Halldórssonar frá Ytra-Lauga- landi í Eyjafirði. Móðir Sigfúsar Bergmans var Valgerður Eiríksdóttir prests á Þóroddsstað. Elísabet . fluttist ásamt foreldrum sínum til Ameríku árið 1882 og ólst upp með þeim unz að hún giftist. Árið 1895 fluttu þau Árni og Elisab. vestur að hafi og dvöldu þar um tvö ár og komu svo til baka til Garðar, og dvöldu þar unz þau, vorið 1900, fluttu hingað á land er Jónas bróðir Elísab. hafði sett hemilisrétt á árið áður (S.V. % af 25). Þótti Jónasi, sem var einhleypur maður, erfitt að vinna landið einn og bauð því Árna mági sínum að setjast þar að, og þeir skyldu svo hjálpast að vinna skyldu- störfin upp á helminga býtti. Dvaldi Jónas þar á sumrum en á Garðar, N. Dak., á vetrum, unz hann fékk eignarbréfið, og gaf þá mági sínum eftir hálft landið til eignar og leigði honum sinn part, en sett- ist eftir það alveg að á Garðar, þar sem hann hefir unnið við verzlunarstörf síðan. Hann er enn ó- kvæntur. Árni hefir búið á ofangreindu landi og keypti síðar part mágs síns, einnig keypti hann meira land síðar. Konu sína misti Árni 14. apríl 1930, og býr
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.