Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Side 31

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Side 31
ALMANAK 33 sonar bónda á Víðir, Man. Þessi skóli brann 6. febr. 1943, byggður aftur vestar á sama landi 1944, sá flutningur þótti þægilegri fyrir börnin. Síðastliðið sumar (1945) var þar einnig byggt hús fyrir kennarann. Annar skóli er ber nafnið “Vestri” var byggður á eldri takmörkum byggðarinnar, mílu norðar en nú er, á N.E. V4, Sec. 1, Township 23, R. 1E. árið 1913. En svo eftir nokkur ár var hann fluttur suður að Township-línu á land Andrésar Félsted, S.W. %, Sec. 6, Township 23. Sá skóli var rifinn 1940, og byggður aftur í nútíma stíl sama ár. Fyrsti kennari við þann skóla var: Miss Björg J. Thor- kellsson frá Lundar, Man., d. 15. marz 1943. Sömuleiðis var þar byggt kennarahús síðastliðið sumar (1945). Umtal um stofnun lestrafélags varð 1904. En 12. marz 1905 var komið saman að Framnesi, með þeirri á kvörð- un að koma lestrafélags hugmyndinni í framkvæmd. Fundarstjóri var kosinn Guðmundur Magnússon; gat hann þess að myndað hefði verið lestrafélag í Isafoldar- byggðinni, sem dáið hefði út við burtflutning manna það- an, 1902-1)3. Samkvæmt reglum þess félags, áttu þeir bækurnar, sem lengst höfðu borgað ársgjöld sín, sem voru: Jón Jónsson yngri á Framnesi og Guðm. Magnús- son. Stóðu nú þessar bækur til boða, ásamt $6.00, er bók- unum fylgdi, ef að menn hér vildu nú mynda lestrafélag. Þessu boði var tekið með þökkum, lestrafélag stofnað, er bæri nafnið “Mímir”. Forsetikosinn Tryggvi Ingjaldsson, ritari Þorsteinn Hallgrímsson, féhirðir Mrs. Ragnheiður Gunnarsson, og bókavörður Jón Jónson yngri á Framnesi. “Mímir” hefur nú nær 600 bækur, félagið ætíð fremur fáment. Byggt var hús fyrir bækurnar 1943 á landi nú- verandi forseta þess, Magnúsar Gislasonar, kona hans Ástríður er bókavörður. Samkomuhús byggðarinnar var byggt 1913, rétt við fljótið, á landi Björns J. Björnssonar, River lot 26, T. 22, R. 2E., er hann nefndi “Bjarnastaðahlíð”. Síðar var það

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.