Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Side 77

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Side 77
ALMANAK 79 námi sínu og vakið athygli á sér með skáldskap sínum. 16.-22. júní—Lýðveldisdags Islands minnst með fjöl- sóttum hátíðahöldum í Vancouver, B.C., Chicago, Blaine and Seattle, Wash., Wynyard, Sask., að Mountain, N.D., og Hnausum, Man. 27.-30. júní—Tuttugasta og fjórða ársþing Hins sam- einaða Kirkjufélags Islendinga í Norður-Ameríku haldið í kirkju Sambandssafnaðar að Lundar, Man. Séra Eyjólf- ur J. Melan var endurkosinn forseti. — Samtímis var þar haldið tuttugasta ársþing Sambands kvenfélaga kirkju- félagsins. Mrs. S. E. Bjömsson var kosin forseti og þær Mrs. Guðrún Johnson, Arnes, Man., og Mrs. Stefanía Pálsson, Wpg., voru kosnar heiðursfélagar Sambandsins. 27. júní -1. júH—Hið sxtugasta og annað ársþing Hins evangehska lúterska kirkjufélags Islendinga í Vestur- heimi haldið í Minneota, Minn., í Bandaríkjunum. Dr. Haraldur Sigmar endurkosinn forseti félagsins. Júlí—Blaðafrétt skýrir frá því, að Walter Kristjánsson (sonur Mr. og Mrs. Otto Kristjánsson, Geraldton, Ont.), er lauk þriðja árs prófi í læknisfræði á Queens háskólan- rnn á nýhðnu vori, hafi hlotið hin svonefndu “Boaks”-verð- laun fyrir frábæra frammistöðu í líffærafræði. 7. júh—Fór fram fjölsótt og virðuleg vígsla sumar- búða, er Bandalag lúterskra kvenna hafði látið reisa við Húsavík, Man. Dr. Haraldur Sigmar, forseti kirkjufél- agsins lúterskra, framkvæmdi vígsluna, séra Runólfur Marteinsson flutti vígsluræðuna og séra Egill H. Fafnis stjómaði athöfninni. Júh—Um það leyti lauk Miss Thora Ásgeirsson (dóttir Jóns og Oddnýjar Ásgeirsson í Winnipeg) kennaraprófi (A.A.M.-prófi) í píanóleik og hljómfræði við tónlistardeild Manitoba-háskóla, og hlaut langhæzta einkunn þeirra, er gengu undir samskonar próf að því sinni, enda hefir hún þegar unnið sér mikið álit sem píanóleikari, og oftar en einu sinni hlotið verðlaun fyrir lærdóm og tækni.

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.