Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Page 86

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Page 86
88 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: eldrar: Teitur Guðmundsson og Sigríður Magnúsdóttir. Flutt- ist vestur um haf til Canada 1895, og hafði verið búsett í Mani- toga, að undanteknum tveim árum í British Columbia. 12. Rósa Jóhannesson, að heimili sínu í Winnipeg. Fædd 3. ágúst 1854 á Björgum á Skagaströnd í Húnavatnssýslu. Foreldrar: Jóhannes Loftsson og Guðný Guðmundsdóttir. Kom til Canada fyrir 52 árum og hafði ávalt átt heima í Winnipeg. 15. Astrós Jónsson, að heimili sínu í Winnipeg. Hún var 82 ára að aldri, ættuð frá Spágilsstöðum í Dalasýslu, og hafði dvalið full 50 ár vestan hafs. 17. Ásgeir Tryggvi Jónasson, að heimili sinu í Selkirk, Man. Fædd- ur 10. okt. 1859 að Skútustöðum við Mývatn í Suður-Þing- eyjarsýslu. Fluttist vestur um haf 1894 og hafði verið búsettur í Selkirk nálega 50 ár. 17. Thora (Thorne) Paulson, að heimili sínu í Vancouver, B.C. Fædd að Vatnsenda í Eyjafirði 25. apríl 1873. Fluttist þriggja ára vestur um haf til Kinmount, Ont., með foreldrum sínum H. Sigurðsson og konu hans. Var lengi búsett í Foam Lake, Sask., en allmörg síðustu árin í Vancouver. 18. Þóra Gíslason, (kona Ingvars Gíslason), úr Reykjavíkur-byggð- inni í Manitoba, á Grace sjúkrahúsinu í Winnipeg. Fædd á Skógtjöm á Álítanesi 10. okt. 1874. Foreldrar: Guðmundur Rúnólfsson og Oddný Steingrímsdóttir. Fluttist vestur um haf til Canada 1913 ,og höfðu þau hjón verið búsett í Reykjavíkur- byggðinni jafnan síðan. 25. Bjöm Sigurðsson Crawford, að heimili dóttur sinnar og tengd- asonar (Elízabetar og Guðjóns Goodman) í Winnipeg. Fæddur á Kambi í Króksfirði í Barðastrandasýslu 14. febr .1858. For- eldrar: Sigurður Sakaríasson og Ragnheiður Björnsdóttir. Flutti til Vesturheims 1891 og átti lengstum heima í Winnipegosis og nágrenni. MARZ 1946 1. Frímann Jóhannes Frímannsson, á elliheimilinu “Betel” að Gimli, Man. Fæddur að Öxl í Húnavatnssýslu 28. júní 1863. Foreldrar: Frímann Rúnólfsson og Sigríður Þorsteinsdóttir. Fluttist vestur um haf til Canada aldamótaárið og hafði altaf verið búsettur í Nýja íslandi. 2. Ekkjan Kristbjörg Guðbrandsdóttir Breiðfjörð, að heimili sínu í grennd við Churchbridge, Sask. Fædd 8. okt. 1859 á Kirku- bóli í Barðastrandarsýslu; hafði dvalið langvistum í Vestur- heimi. Meðal barna hennar er séra Magnús Breiðfjörð, þjón- andi prestur í New York. 10. Ekkjan Jónína Sigurrós Jónsdóttir Arason, að heimili dóttur sinnar að Gimli, Man. Fædd 7. júlí 1866 að Moldhaugum í Kræklingahlíð í Glæsibæjarsókn í Eyjafjarðarsýslu. Fluttist til Gimli árið 1912. 14. Auðunn Arngrímsson, að heimili dóttur sinnar i Winnipeg, 85

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.