Afturelding - 01.06.1986, Page 36

Afturelding - 01.06.1986, Page 36
Þórhildur B. Jóhannesdóttir og Asmundur Eiríksson. verið söngstjóri og organisti safnaðarins í meira en 30 ár. Söfnuðurinn hefir notið hæfi- leika hans, sem landskunnugt er. Áður héldu þar um stjórnvölinn Erik Martinsson, sænskrar ættar, Sigurmundur Einarsson, Guð- rún Jónasdóttir og Guðmunda Bergmann. Frá upphafi hafa 1122 með- limir tilheyrt söfnuðinum í Fíla- delfíu. Ut frá söfnuðinum dreifð- ist starfið til Stykkishólms, Kefiavíkur og í Kirkjulækjarkot í Rangárþingi, Selfoss og Akra- nes. Er nú sjálfstæður söfnuður í Kirkjulækjarkoti, með um 30 meðlimum. Á öllum fyrrgreind- um stöðum eru safnaðarhús, nema á Akranesi. Útgáfa á vegum safnaðarins, hefur ávallt átt mikið rúm. For- lagið rekur myndarlega verslun í Hátúni 2 er Jata heitir. Sölu- menn fara um landið vítt og breitt með varning útgáfunnar. Forstöðumaður hennar er Guðni Einarsson. Vegleg 50 ára hátíð var haldin á Hvítasunnudag 18. maí s.l. Tvcir af stofnendunum, Þórhild- ur Jóhannesdóttir og Aldís Sölvadóttir, voru með í hátíðar- guðþjónustunni og komu þær báðar í stól og voru þeim þökk- uð störf í þágu safnaðarins. Haldið var upp á afmælið nteð miklum samkomuhöldum, Alfrcd Lorenzen frá Kaup- mannahöfn prédikaði í átta guðsþjónustum. Auk þcss var útvarpsguðþjónusta á annan Hvítasunnudag og skírnarsam- koma um kvöldið. Þólti öll 50 ára hátíðin fara vel og andlega, með andlegum réttum á hlað- borði Guðs orðs, fiult af færum manni, Alfred Lorcnzen, túlkað af Ólafi Jóhannssyni. Merkur áfangi í sögu starfsins í Fíladelfíu voru kaupin á Völvufelli I 1 í Breiðholti. Skoð- ast það sem hrein útvíkkun á starfi safnaðarins. Þar er for- stöðumaður Hafiiði Kristinsson útskrifaður frá Bibl íuskóla í Springficld, Missouri. Fíladelfía stóð fyrir stofnun heimilisins að Hlaðgerðarkoti í Mosfellssveit. Þar er forstöðu- maðurÓli Ágústsson. Um tólf ára skcið álti söfnuð- urinn ríkisjörðina Kornmúla í Fljótshlíð og rak þar barnahcim- ili um 12 ára skeið. Hætt var við rekstur þar austurfrá, þegar heimilinu var ncitað um börn til dvalar af þáverandi valdhöfum í Borgarstjórn Reykjavíkur. Þá hefur Systrafélag safnaðar- ins undir styrkri forystu Hall- dóru Traustadóttur haslað sér völl, með myndarlegri aðstöðu í kaffisal kirkjunnar. Systrafélagið á miklar þakkir skyldar fyrir framtak sitt og nær vikulega kaffisölu fyrir samkomugesti.

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.