Dýravinurinn - 01.01.1905, Side 8

Dýravinurinn - 01.01.1905, Side 8
4 »Jeg er alveg í standándi vandræðum með hann Darjan«, sagði Bah- man meðal annars; hann er ekki illa innrættur, en ljettúðin í honum er einstök og einginn múlasni er þrárri; hann gerir mig hreint ráðalausan. Jeg sje ekki önnnr in-ræði, en að láta hann mæta heilsuleysi, barnamissi eða einhverjum öðrum óhöppum af því tægi til þess að reyna að mýkja liann, ef hann kynni þá að skána við skepnurnar sínar ofurlítið«. »Mjer er nú aldrei um þá aðferð«, svaraði Sharever fjallaguð, »þessi betrun eða dygðir, sem saglast inn í mennina með timaleingdinni við veik- indi og mæðu, veistu að Alfaðir metur lítils og fyrir það fáum við einga þökk hjá honum, því hann veit, að betrunin kemur þá af bilun en ekki manngæðum og þá eru slikir menn lögleg eign Ahrimans«. »Jæja, en hvað um gildir, lil þess er þó oftast gripið«, svaraði Bah- man, »og það hefur þó margan lagað í sambúð við menn og skepnur, að minsta kosti. Jeg' kynni nú líka að reyna eitthvað annað, ef jeg' hefði tím- ann fýrir mjer, en það er nú öðru nær, og' það er meinið, þvi Ormúzd sól- ardrottinn fól mjer i hitt ið fyrra, daginn sem faðir Darjans skildi við, að annast son hans og láta hann blómgast og blessast, svo ávöxtur yrði á hverj- um kvisti og tvö höfuð á hyerri hans skepnu. Hann á að njóta ágælis- mannsins hans föður síns og svo synir hans og sonasynir jeg' veit ekki hvað lángt. Jeg þekti piltinn og vjek lítillega að því, að dreingurinn væri fremur ónærgætinn við skepnur og þrár, jeg held jeg hafi sagt sauðþrár. En Ormúzd brosti að eins hlýtt og bjart eins og sólin og sagðist ekki vera hræddur um, að mjer yrði ekki eitthvað til að laga annað eins og þetta i hendi minni. Svo lofaði jeg þessu og annað hefði einginn getað í mínum sporum«. »En hefurðu þá reynt nokkuð til við piltinn?« spurði Sharever. »Skoðaðu nú til«, svaraði Bahman hjarðaguð, pilturinn var úngur rúmra sextán ára, svo jeg var hálfgert að vona að þetta gætu verið æsku- brek, sem hyrfu bráðlega. en mjer hefur ekki orðið að ])ví. Það var nú til að mynda strax í fyrra vetur, fyrsta veturiim, sem hann átti að heita hús- bóndi, þá fann hann að þvi að fóstri hans ileygði moðlúku undir kiina, svo hún lægi ekki á berri hellunni, en hann hjelt það væri nógu golt i úlfaldana; og svo lak ofan í básinn i rigníngunum þegar fram á kom. Geiturnar beinlín- is svelti hann, þángað til jeg bljes þeim því í brjóst, að naga börkinn afepla- og mórberjatrjánum hans, þá neyddist liann til að snara dálítið betur í þær, en meðferðin lians á sokkóttu geitinni, þegar hann hitti hana í annað sinn við mórberjarunnann, hún verður mjer minuisstæð og.svo veinar greyið hún Dúdú svo sárt undan honum stundum, að mig' tekur i mjóbakið, eins og tíkar grcyið var honum þó þæg. Og ekki get jeg betur sjeð, en harin hafi þó verið ölln verri í vetur sem leið, því þegar hann neyddist lil að hára nokkrum geitum til að halda þeim votum meðan kýrin var geld, þá dró hann það af hinum, og á ösn-

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.