Dýravinurinn - 01.01.1905, Side 14

Dýravinurinn - 01.01.1905, Side 14
10 ann. Mús sá hann einga, en hann gat varla að því gert að brosa ekki að því, hve feginn hann varð, þegar hann sá dálílið músarnag á einum liskin- um þar við þilið. En svo feginn var hann, eins og hann hefði ])á feingið þar fagnaðarboðskap frá Ormúzd sjálfum, og þángað kom hann á hverjum degi og stundum oft á dag í klefann og stóð þar oft grafkyrr lánga tíma til þess að reyna að sjá músinni bregða fyrir eða sjá hana taka fiskmulníng- inn eða eplabitana, sem hann lagði þar á gólflð handa henni, en aldrei varð hann svo heppinn að sjá hana, en með sömu ánægju bitaði hann fyrir hana á hverjum degi og var jafn þakklátur fyrir að sjá það jelið á morgnana, og alltaf hlakkaði hartn til að heyra til hennar á kvöldin, og sofnaði altaf vært, j)egar liann var búinn að fá að beyra naghljóðið. Og þennan vetur fann fólkið mikinn mun a því, hvað Darjan var glaðlegiá og þó kveið hann því oft, að litla vinan hans í klefanum kynni að leggjast frá þegar voraði, og þó hún yrði kyrr þá gat hún þó ekki lifað nema fáein ár, og svo var alt tómt á eftir. En svo var það einn dag um vorið, að vikadreingurinn lians fann slálpað kið niðri í holu í hrakviðurs rigníngu, húðblautt og kalt, svo að það hjelt varla höfði. Eingar geitur voru þar nærri, svo einginn vissi hver átti, og svo vafði dreingurinn það inn í barm sinn og hljóp með það heim og hitti þar Darjan einan úti við lind. »Að þetta skyldi nú koma fyrir«, lnigs- aði Darjan, »og níðíngsverk væri að fara burt með aumíngjann svona til reika«, og dreingurinn var svo hjartans glaður yfir fundinum. »Fáðu þjer þá ilát og hlauptu svo íljótt sem þú getur eftir mjólk lil hans Dúrans gamla og ef þú getur þagað yfir kiðinu og lætur eingan mann vita neitt um þetta, þá skaltu fá að eiga það, ef það lifnar«. Dreingurinn var heldur ekki þúng- ur á sjer þegar hann þaut af stað, en Darjan Ijet kiðið inn á brjóstið á sjer meðan hann beið eftir piltinum og gat þó ekki annað en verið að skoða kiðið. Það var huðna, einkar fjeleg og svartsokkött og svo nauða lík Sokku gömlu, sem hann hafði leildð verst, og gat aldrei gleymt, að honum datt hún undir eins í hug, og nú lauk sokka Iitla uj)]) augunum í barmi Iians, þar sem hann var kominn með hana heim í hlöðu. Hún var alveg hætl að skjálfa, og Darjan sat með hana þarna eins og barn og bafði ekki augun af henni. Það var eins og hann geymdi þar dýrgrip og þó var hann nærri óstyrkur af óró, en lán var að einginn vissi þetta nema pilturinn og hann var dauðþagmælskur. Þegar mjólkin kom kveiktu þeir upp eld úti i hlöð- unni og yljuðu mjólkina og bjuggu um Sokku litlu þar í heyinu um kvöld- ið; en elcki vildi Darjan verða svefnsamt um nóttina og með sól þaut hann á fætur og út i hlöðu, en þegar hann lauk upp, stóð litla Sokka þar úti við dyr, sultarleg og falleg og jarmaði uppá hann með sínum skæra og mjóa kiðarómi og sjaldan hefur maður orðið sárfegnari en Darjan varð þá; hann ljel hana elta sig út á grasflöt í garðinum og þar fór hún undir eins að bíta

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.