Dýravinurinn - 01.01.1905, Page 16

Dýravinurinn - 01.01.1905, Page 16
12 þektu margar, en ekki var Sokka gamla þar þó nje jafnöldrur hennar; þær hafa líklega veri.ð lagstar fyrir af elli, en þrefalt íleiri voru þær eða meira og síval- ar ai' feiti allar saman. Darjan hað fóstra sinn að stugga þeim heim, því hann þurfti að bregða sjer snöggvast upp í gilið, og það sáust ekki mikil ellimörk á Badúr gamla, þar sem hann skokkaði heim á eftir hópnum. En þegar Darjan sá, að líkami litla asnans var horfmn úr skútanum, en alt ann- að þar eins og hann hafði skilið við það, þá skildi hann, að förupresturinn gal ekki hafa verið neinn annar en Bahman hjarðaguð, eða þó öllu heldur Sharever íjalladrottinn, því um hann kunni Darjan niargar sögur, þar sem hann hai'ði lálið skepnur, sem hágt áttu, hverfa eða deyja, en gefið mönn- um fjeð svo aftur, þegar hann þorði að trúa þeim fyrir því. Pegar Darjan kom lieim var hvert mannsbarn komið i og utan um geitahópinn og dreingurinn kom lánga leið hlaupandi á móti honum til að segja honum frá, að litla Sokka sín væri búin að finna hana mömmu sina þar i hópnum og hún væri flekkótt, og svo sögðu allir ho'num þetta aftur þegar hann kom, og það skildi einginn nema hann einn; Dúdú var þar lika komin, og gamla kisa var komin heim svo einginn vissi og sat þar hjá á þúl'u og horfði á, eins og hún ætti það alt saman. »Ormúzd hefur blessað þig, Darjan minn«, sagði Badúr gamli íyrsta kvöldið, sem hann labbaði með skjólurnar lil að sækja vatnið handa nýju kúnni, sem Darjan hafði keypt um daginn. Darjan sagðist vona að svo væri og þótti vænt um ánægjusvipinn á gamla manninum. Það er sagt, að Darjan kvongaðist tveim árum síðar dóltur eins hins l'remsta manns alls Nídraættílokksins og að boðsfólkinu hafi ekki þótt óálit- legl að líta í kring um sig þar heiina fyrir sólarlagið brúðkaupskvöldið. Þar var alt krökt af sauðum og' geitum um lautirnar og kjörrin i brekk- unum fyrir ofan, en niður með lækjadrögunum og um sljetturnar fyrir neð- an voru kýrnar, úllaldarnir og asnarnir og ])að ekki svo i'átt heldur, en kálf- arnir og folöldin voru i leik um hólana. Þar var l'agurt um að litast ])að kvöld. Tindar og fannir Kódrúdfjallanna stóðu þar bláleit og gullkemd undir sól að sjá í vestri, en i anstri gliti uðu saltbelti Kevír-auðnar eins og breiðir silfurborðar út við sjóndeildarhrínginn. Og allir unnu Darjan vel að njöta alls þessa og vera einn meðal auðugustu höfðíngja ættílokks síns, því rjett- sýni hans og mildi við dýr og menn var þá orðin öllum kunn og eingar hjarðir voru sælli en hans. Það var laungu siðar, þegar Darjan gamli var orðinn afi, að litii Darjan sonar sonur hans spurði hann að því eilt kvöldið, þegar hann var að strá byggrusli og e])laúrgángi i skemmuhornið hjá sjer, hvers vegna hann væri alt af að gel'a músunum þetta á vetrinn og svo væri allir að tala iim

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.