Dýravinurinn - 01.01.1905, Page 18

Dýravinurinn - 01.01.1905, Page 18
14 inn að gægjast í pokann sinn. Hann gerir það, en sjer þa, að hann er i'ull- ur af grjóti. Þá rann Óla í skap, svo liann lúbarði klárinn. Stendur þá alt í einu hjá honum maður bláklæddur og lítur til hans reiðilega: »Gerirþú hvorttveggja i senn, illfyglið þitt, að slela hesti mínum og misþyrma hon- um ! Eg sá til ferða ykkar og hugsaði mér, að eg skyldi fara með ykkur að maklegleikum. Helgi vildi fyrir engan mun íþyngja skepnunni, hann hafði það gnllhjarta, og því lét eg gullio í pokann hans. En þú, óhræsið þitt! hafðir steinhjarta, og því fanst mér bezt að koma grjóti í baggann þinn. Og svo niun eftir ganga um æfina, ef Álfur á Felli má nokkru í’áða! — Með það hvarf maðurinn og hesturinn. En það þótti verða að áhrínsorðum, sem Álfur á Felli hafði mælt við unglingana; því Helgi varð einstakur láns- maður, en Óli allra mesti ólánsræfdl upp frá þvi. Mina. Saga frá Berlín, eflir Adolpli Schulzc. ann var ekill, og hjet Bernt Rathjem, og Mína — það var hesturinn hans. Mína var af göfugri ætt, og hét eiginlega Mínerva en Bernt og lags- bræður Iians voru fyrir löngu húnir að stytta nafnið. Þvi hafði ekki verið spáð við jötuna hennar Minu, að hún, þegar fram liðu stundir, yrði vagnhestur. Hún, sem var fædd í hesthúsinu hans Wolfshurgs greifa, og hún, sem á æskuárum sínum fékk sigurkránza í veð- reiðum víðsvegar um Þýzkaland. En því miður varð hún að reyna það, að hamingjan svíkur jafnvel beztu gæðinga. í veðreið hjá Schnitzel datt hún um stein, og meiddist þá ofurlitið í afturfætinum. Það var nóg til þess, að hún gal ekki tekið þátt í veðreið- um framvegis. Meiðsli þetta leit út fyrir að vera talsvert mikið, miklu meira heldur en það var i raun og veru. Þetta varð til þess, að enginn þorði að bjóða i hana á uppboðinu, þegar hún var seld. Svoleiðis stóð á því, að Bernt Rathjem hafði eignast kostagæðing þennan og gat heitt honurn fyrir vagn- inn sinn.

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.