Dýravinurinn - 01.01.1905, Síða 25

Dýravinurinn - 01.01.1905, Síða 25
21 Hundur bjargar manni úr lífsháska. itt sinn, er föðurfaðir minn, Sveinn Jónsson Dbrm. á Yzta-Skála undir Eyjafjöllum (d. 1838) var í föðurgarði, fór hann sem oftar í kindaleit til heiðarinnar. Hann var áræðinn og íylginn séraðhverju sem hann gekk og' náði oft kindum úr ógöngum í hömrum, þar sem aðrir voru frá gengnir. Sveinn hafðí lengi með sér fylgispakan hund sem hét Strútur, hann var bæði stór og sterkur, enda hafði leikið orð á því, að Strútur væri liarð- leíkinn við nábúahundana, og að þeir hefðu legið flatir fyrir honum þegar í harðhakka sló. Einu sinni var það, að Sveinn komst í mikla þraut við að nálamhi úr svelti i Miðskálagili í liárri hamrahrún í því gili, sem er eitt hið stærsta og hrikalegasta hamragil sem til er í kring um Eyjafjallajökul; þegar Sveinn var að fara til baka og komast upp á hábrúnina sem var þvernýpt, og var að eins búinn að ná í smásteinkörtu með fingurgómunum upp á hrúninni, þá hilaði undan fótunum á honum það lílið sem hann tilti tánum á, svo hann hékk þarna á fingurgómunum og bringunni og gat ekki haft sig upp á brúnina en hengiflug fyrir neðan. Strútur var þar allnærri og lá fram á lappir sínar og horfði á Svein félaga sinn þar, sem hann komst hvorki til né frá og var farinn að þreytast að lialda sér. Strútur hleypur þá í flýtir til Sveins og grípur með kjaftinum í öxlina á honum og togar sterklega, við þetta hrá svo, að Sveinn komst upp á hrúnina úr þessum lífsháska, að fram kominn að geta haldið sér lengur. Strútur fagnaði þá Sveini með mikl- um gleðilátum og réði sér ekki fyrir ofsakæti, og svo sagði Sveinn frá, að hann hefði aldrei séð Strút eins kátan á æfi sinni, hvorki fyr né síðar. Siglwatur Arnason. Bleikskjóni. ann Bleikskjóni minn var 4 vetra, þegar eg keypti hann árið 1854 af Jón heit. Guðmundssyni í Gislakoti við Eyjafjöll. Jeg hafði hann fyr- ir reiðhest upp frá því þangað lil 1868. IJann var vel í meðallagi á allan vöxt, velvaxinn, framhár og friður hvar sem á hann var lilið, hann bar sig vel undir manni, vel viljugur og lék við tauminn en klárgengur; hann var vegviss og framfús á ferðalagi og metnaðargjarn i samreið, fótviss bæði í vatni og á þurru landi og' ekki isragur.

x

Dýravinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.