Dýravinurinn - 01.01.1905, Page 26

Dýravinurinn - 01.01.1905, Page 26
22 Bleikskjóni var lika vel skynsamur; þegar hann kom að sköruðu vatni, var hann tregur að fara út i það, fyr en maður var búinn að stinga vatnastönginni framfyrir skörina, þá lét hann ekki á sér standa, ef hann fann að sá, sem á sat vildi áfram út í vatnið. Þegar út á leið á vetrum, var Bleikskjóna Ideypt út á daginn, þegar gott var veðrið og á meðan hann var úti, var geíið í hesthúsið og því aflok- að, þangað til hann kom heim. Krókur var á hurðinni, sem krækt var í keng i stafnum, þegar látið var aftur. Nú fór það eitt sinn að bera við, að Skjóni var kominn inn án þess að nokkur vissi til að opnað hefði verið fyrir honum, svo eg fann að því við þann, sem gaf í hestastallinn, að hann hefði skilið húsið eftir opið, en maðurinn vildi ekki kannast við það. Þetta fór að koma fyrir aftur og aftur og þá datt mér í lnig hvort það gæti verið, að Skjóni opnaði sjálfur hestliúsið; og til þess að ganga úr skugga um þetta, tók eg fyrir að vera á varðbergi þegar hann kæmi að hesthúsinu og sá eg þá, að Skjóni hafði engar veltur á að komast inn, hann beit hurðarkrókinn upp úr kengnum í stafnum og hnikti upp hurðinni með hausnum og gekk svo alveg umsvifalaust að stallinum sínum. Slíkar skepnur eru ekki skynlausar, Sighvatur Árnason. Mússi. ússi gamli var uppáhaldshundur hjá foreldrum mínum, en einkan- leg'a þó hjá móður minni; hann var ætíð boðinn og búinn til að verja kálgarðana og túnið fyrir hana um engjasláttinn, þegar hún var ein heima við hæinn, en hitt fólkið á engjum langt frá bænum. Þó hún stund- um vissi ekki. hvar hann væri, þegar íolkið fór á morgnana, þá kom hann, þegar lnin kallaði eða hóaði. En ef það bar við, að hann stælist í burtu með fólkinu, þá gætti hann þess, að vera svo langl á eftir þvi, að það tæki ekki eftir honnm, fyr en það var komið alla leið, en sjaldnast var viðstaðan löng, því ef einhver kallaði til hans og sagði: »Mússi, þú átt að fara heim til hennar Sigríðar«, þá lét hann ekki segja sér það tvisvar, heldur lagði niður rófuna og labbaði strax heim til hæjar til lnismóður sinnar, ílaðraði upp um hana og rendi til hennar tryggum vonaraugum, sem auðsjáanlega mátti lesa út úr, að hann væri að biðja hana fyrirgefningar á þvi, að hann hefði skroppið út á engjarnar án hennar leyfis,

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.