Dýravinurinn - 01.01.1905, Page 27

Dýravinurinn - 01.01.1905, Page 27
Ekki varð betur séð, en að Mússi skildi mannamál, bæði af þessu dæmi. sem nú var nefnt og ýmsum öðrum atvikum. Það var t. d. eitt vor, að nýr vinnumaður kom til foreldra minna, sem gæta átti fjársins. Snemma um kvöldið sem bann kom, kallaði hann á Mússa, en hann vildi þá ekki kannast við nafn silt bjá þessum nýja vinnumanni, fyr en móðir mín segir við bann: »Þú átt að smala með bonum Jónasi, Mússi minn«. Þá gekk hann til lians og dinglaði rófunni vingjarnlega og fekk um kveldið að laun- um ágætan vitnisburð hjá sínum in’ja húsbónda, eins og sanngjarnt var, því Mússi var vænn hundur, þó hann væri i grimmara lagi við sauðfé, þegar honum var sigað aftur og aftur á eftir sömu kindunum; það var eins og hon- um sárnaði við þær og vildi láta þær vita, að það væri hann Mússi, sem elti þær. Mússi var töluvert fæðisfrekur, sérstaklega þótti honum nýtt skyr gott; þegar fólkið var að borða, þá ítti liann upp hurðunum með trýninu, þar til hann komst í baðstofuna. Ekki var hann ánægður með einn spón. En ef var sagt við hann: »Þú ert búinn að fá nóg, Mússi«, þá gekk hann frá þeim manni til þess næsta, þar til hann var búinn að vera hjá öllum í baðslofunni. Mússi vildi feginn hjálpa yfirmanni sinum, el’ hann bélt, að liætta væri áferðum. Það kom stundum fyrir, þegar eg var að smala, að eghitti ná- grannasmalann; 'fórum við þá stundum i glímu, cins og ol't kemur fyrir, þegar unglingum lendir saman. Líkt var um aldur okkar, frækleikann og' allið. En eg var hvergi hræddur, þó eg ælti við mér meiri mann, ef Mússi var með, því hann beit drenginn, ef hann sá, að jeg ætlaði að lúta í lægra haldi. Ekki var Mússi tregur á að tljúgast á við aðra hunda, gekk hann allrösklega fram í þvi, sem öðru og sparaði þá ekki tennurnar, en aldrei ílaug hann á þann hund að fyrra bragði, sem var honum minni máttar. Það voru stóru slánarnir, sem hann vildi reyna sig við. Eitt sinn kom til okkar flökkuhvolpur, lítill, hungraður og horaður og dvaldi hjá okkur um tíma. Þá var Mússi orðinn gamall og hættur að vera mikið úti. En um þetta leyti kom grimmur hundur af næsta bæ og réðst á hvolpinn. En þetta litla grey gat ekki varið sig og skrækti af hræðslu og sársauka. En þegar Mússi heyrir þetta í l)æli sitt, þá var eins og nýtt líf færðist i hann, svo hann þaut út þangað, sem þessi ójafni leikur var og snaraði sér strax að aðkomna hundinum, keyrði hann undir sig og lúskraði honum ; síðan labbaði hann aftur inn i bæli sitt og lagðist niður. Mússi var meðalhundur á vöxt, grár að lit, nokkuð loðinn með falleg augu og' breitt trýni. Hann dó i hárri elli, virtur og vel liðinn af öllum, sem kyntust honum. Jóh. Ögm. Oddsson.

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.