Dýravinurinn - 01.01.1905, Page 29

Dýravinurinn - 01.01.1905, Page 29
25 iim á fæturna. En hann átti hágt með að vakna og ekki vildu fæturnir berá hann. Varðliðarnir voru nú samt þangað til að, að þeir gátií vakið hann, »Hvað ert þú að gera hér, ólánsfuglinn þinn?« Ekkert svar! »Nú ætlarðu ekki að svara, garmurinn þinn! Hvað heitirðu?« Drengurinn rankaði nú loksins við sér, en varð lafhræddur, þegai* hann heyrði þessar óhlíðu raddir og fann til hnyppinganna, er voru þeim samfara, svo hann fór að gráta. En hundurinn flangsaði upp að harninu, lagði framlappirnar á herðar Páli og neri trýninu um vanga hans. Þá lét Páll huggast, — og nú hófst aftur yfirheyrslan. Hvar er hann faðir þinn? — Veit það ekki. Hvar er hún móðir þín? — Farin. Ilvert? — Veit það ekki. Hvað heitirðu? — Páll. Hvað meira? — Páll. Meira fengu þeir ekki út úr honum. Komdu svo með okkur, Páll! Þér er kalt, greyið þitt, og þér mun ekki veita af að verma þig svolítið. Páll hafði nú ekkert á móti því. Hann tók í hendina, sem að hon- um var rétt, og fór að staulast á stað, en snjeri sér þó við til þess að kalla á vin sinn, hundinn: Páll, komdu Páll! Hvað? Ertu að gera gabb að okkur, sagði annar varðliðinn. Hvor ykkar tveggja heitir Páll, þú eða hundurinn? Hvað heitir þú? — Páll. Og hundurinn? — Páll! Það var nógu skrítið. En hvernig vék þessu við ? Barnið hafði ekki getað gefið vini sinum, hundinum, neitt annað nafn betra en nafn sjálfs sín, og þeir voru nú orðnir svo samrýmdir, að þeir lifðu sem einn maður, skiftu jafnt með sér bölinu sem bitanum, er þeir sníktu sjer út á daginn. En hundurinn Páll þoldi alt hetur en drengurinn og varði hann vel, ef á þurfti að halda, gegn öllum óvinum, eins og hann hafði vermt hann nú fyrir skömmu og hjargað honum úr bráðri hættu. Omkomulausi drengurinn og umkomulausi hundurinn höfðu tekið ástfóstri hver við annan, úr því menn- irnir skeyttu ekkert um þá. Og það var sýnilegt á öllum látum hundsins að nú lá vel á honum, hann lék sér í kring um vin sinn og varðlið- ana háða, sem hann annars var svo lafhræddur við. Því ekki þurfti hann að sjá nema svipinn af einhverjum varðliðanna, til þess að skjótast undan eins og kólfi væri skolið. Það var eins og hundurinn vissi það, að allir flækingar voru ófriðhelgir í mannlegu lélagi, En nú þótti honum sýnilega vænt um varðliðana, af því að þeir höfðu bjargað lífi drengsins. 4

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.