Dýravinurinn - 01.01.1905, Síða 37

Dýravinurinn - 01.01.1905, Síða 37
33 fór jeg að sannfærast um. að þeir voru öllu ver farnir en jeg, að þeir voru enn þá umkomulausari, af því að enginn bar hönd fyrir höfuð þeirra, en margir misþyrmdu þeim. Það voru skepnurnar á heimilinu, þar sem jeg var lengst af í uppvextinum. Jeg var eitthvað á tólfta ári, þegar mjer var komið fyrir hjá ríkasta hóndanum í sveitinni. Jeg var nú að vísu nokkuð veikhyggð og ófær til allrar stritvinnu, en mjer var þó ýmislegt það gefið, sem getur komið að gagni á stóru heimili: jeg var ólöt, rnjer var sýnt um innanhússtörf og jeg var áreiðanleg. Jeg' passaði hæsnin og svo var jeg' höfð til smásnúninga og' sveikst aldrei um það, sem jeg átti að gera. Húsfreyjan var nú raunar svo góð mjer, sem henni var lagið, en hún var mædd kona og' súr í skapi. Það fjekk svo á hana, að hún hafði ekki átt nein hörn, og maðurinn var alltaf harður og' vondur við hana. Þó hún hefði sig' nú ekkert frammi við mann sinn, var hún alltaf í hálfvondu skapi við aðj-a, og ljet það þá helzt bitna á hjúum sínum. Maðurinn var nú auk þess orðinn áhugalaus um jörðina og farinn að drekka, svo að allt gekk úr sjer. Hann hirti ekkert um hjúin og hjelt þeim sjaldan að vinnu, svo jörðinni fór aptur ár frá ári, Og þó áttu slcepnurnar langverst hjá honum, einkum þegar þær fóru að eldast, eða átti að fai’ga þeim. Þá var engínn miskun lengur hjá Magnúsi. Já, þið megið trúa þvi, að jeg sá og reyndi margt þar á heimilinu og að jeg komsl hrátt að raun um, að það væru mai'gir fleiri aumingjar en jeg á jöi'ðinni, enda var jeg alveg hætl að gráta yfir sjálfri mjer, sem þó gat komið fyrir áðui’, því nú gat jeg ekki tára bundist yfir meðferðinni á vesalings skepnunum. En hvernig sem það nú atvikaðist, þá þótti þessum veslingum alltaf vænst um mig. Ekki þurfti jeg að koma nema rjett inn í hesthús- dyrnar lil þess að hestarnir litu allir við mjer, og teygðu álkurnar á móti mjer. Eins var varðhundui'inn, þó hann væri svo grimmur við alla aðra, að hafa varð á honum festi, þá lofaði liann mjer alltaf að ldappa sjer ogljelvel að mjer. Jeg hafði lika opt í'jett honum hita, og' þaðmundi hann rnjer einlægt, hvernig sem á honum lá. En jeg var að tala um hestana. Þá fór húshóndi minn einlægt lang- vei'st með. Hann álti einn hest, sem var allra hesta þægastur og vitrastm-, liggur mjer við að segja. Hann hjet Brúnn, náttúi’lega af því að hann var brúnn að lit. Mjer var nú eins og jeg sagði, vel til allra skepnanna, en þó þótti mjer langvænst um Brún, jeg gat ekki að því gert. Það þótti flestum og' enda húsbóndanum, þó engínn væri hann dýravinur. Það var fyrirtaks hestur, hann Brúnn, alltaf þetta jafnfrískur og ljör- ugur. Það var svo sem auðfundið, að hann hafði verið vel taminn ogfarið vel með hann í uppvextinum. Nú var hann farinn að eldast, eitthvað 16 5

x

Dýravinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.