Dýravinurinn - 01.01.1905, Side 49

Dýravinurinn - 01.01.1905, Side 49
45 Þau gengu hratt eftir aðalgötunni, en linuðu svo á, með því að Hönnu fór að þykja málið nokkuð isjárvert. Setjum svo, að hún kæmist ekki heim fyrir kvöidið. Hún hefði ef til vill átt að híða til næsta dags, en þá kæmi bréfið ef til vill of seint, lum mátti því engan tíma missa. A leiðinni klappaði hún Karó á bakið, og hann sleikli vingjarnlega hönd hennar með stóru, rauðu tungunni sinni. En hvað alt var yndislegt! himininn var heiður og sólbjartur, og það marraði í snjónum undir fótum hennar. Langir, gljáandi klakadinglar lijengu niður úr öllum húsþökunum og' afarvíða voru hrafnarnir að krunka, og Hanna hafði bréfið i vasanum, og þegar barnið Jesúskæmi, mundiþaðhafa meðferðis bæði kjól og skó handa mömmu, og ef til vill, já alveg áreiðan- lega líka eitthvað handa Hönnu, Henni þótti vænt um Karó og hún klappaði honum og lék sér við hann, — í stuttu máli: það var juidislegl. Vinírnir tveir voru nú komnir út fyrir bæinn. Vegurinn lá yíir hvíta, fannþakta völlu og virtist aldrei ætla að enda. Því lengra sem þau gengu, því íjarlægara sýndist hið þráða takmark vera. Loks lá vegurinn upp á móti. Hanna var orðinn mjög þreytt, en hún reyndi þá af alefli að komast áfram. Þarna uppi stóðu jólatrén, — og hvað þau voru falleg! Snjórinn lá eins og sykur á dimmgrænum grpinun- um. er svignuðu undir þunga hans. Þau fóru bæði veginn spölkorn inn i skóginn. Himinínn varrauður, svo dæmalaust yndislega rauður. Loks nam Hanna staðar. Ljómandi i'all- egt, lítið grenitré óx þar á skurðbarminum, Það mundi barnið Jesús efa- laust sækja, svo að einmitt á það vildi Hanna hengja bréfið sitt. Hún hengdi það líka upp í tréð og' hatt það fast með tvinnaendanum, lil þess að vind- urinn feikti því ekki í burtu, og Karó slóð við hliðina á henni og fylgdi öllum hreyfingum hennar með viturlegu augunum sínum. Þegar ötula, lilla stúlkan var búin að hengja upp bréfið, fann lnin fyrst tii þess, hversu þreytt hún var orðin; henni var ekki beinlínis kalt, en hún fann til verkjar í fótunum. Tréstúfur stóð nálægt litla grenitrénu, það var að sönnu snjór á honum, en Hanna strauk snjóinn burt. Og því næst sett- isl hún niður til að hvíla sig', en lagði hendurnar utan um loðna, hlýja háisinn á Karó. Það var svo hljótt, að hægt var að heyra sjóinn detta niður af grein- unum. Við og við gargaði hrafninn »krunk, krunk«; að öðru leyti var dauðaþögn. Kvöldroðinn varð æ fölari. Hanna sá raunar, að hún mundi koma of seinl heim, en hún vaf ekki hrædd. Hún var að eins þreytt, tjarskaiega |)ieyLf. Hún lél aftur augun, opnaði þau aftur nokkrum sinnum, en Karó gelti og togaði í fötin hennar; siðan lokaði lnin augunum algjörlega.

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.