Dýravinurinn - 01.01.1905, Side 51

Dýravinurinn - 01.01.1905, Side 51
47 »Hanna!« Veslings móðirin, sem alt til þessarar stundar, hafði staðið náföl og hljóð, ætlaði að lúta niður að barninu, til þess að klappa henni og kyssa hana. En læknirinn ýtti henui hljóðlega til hliðar: »Nei, nei! Hanna litla er enn þá mjög veík«. ★ ★ ★ ★ * ¥ ¥ ¥ ¥ »Hanna er þá enn með hitasótt?« sagði húsbóndi Karós morguninn eftir. »Bara eg gæti skilið, hvað barnið var að gera út í skóginum. Komdu, Karó, vitri hundurinn minn, við skulum ganga spölkorn okkur til gamans«. Og Karó stökk kátur á undan honum. Kaupmaðurinn gekk upp í skóg- inn þangað, er hann hafði fundið barnið daginn áður, og kannaði nákvæmlega staðinn kringum tréstúfinn. Þá fann hann lílil spor í snjónum; þau lágu að litlu grenitré með glitrandí snjó á greinunum. A einni þeirra hékk bréf- miði og blakti í vindinum. Hann tók bréfmiðann niður og las: »Kæri litli Jesús! Þú þarft ekki að koma til mín, ef veðrið verður slæmt. Eg skal vera þæg, þó eg fái engar jólagjafir. En sendu mömmu kjól og eina skó. Það er gat á skónum, sem hún á. Henni er altaf kalt, við eigurn heldur engan eldivið. Þín Hanna«. Stóri, fullorðni maðurinn var farinn að gráta. Hann leit enn einu sinni kringum sig, síðan stakk liann bréfinu í vasann og íór heim. ★ ★ ★ ★ ★ ¥ ¥ ¥ ¥ -----— Það lilýtur eflaust að ganga póstur til himins, og hjarta- góði nágranninn hefir vafalaust séð um, að bréf Hönnu kæmist með hon- um. Því að jólanóttina — og þá var Hanna orðinn nærri því albata — gleymdi barnið Jesús henni ekki, heldur færði henni og móður hennar ýmsa yndislega hluti, og litla grenitréð í skóginum varð jólatréð hennar Hönnu. En ekkert af öllu þessu fékk Hönnu þó eins mikillar gleði, eins og ein jólagjöfin: Það var svartflekkóttur hundur og hann hét Karó. Og síðan þessi jól hefir liana og móður hennar aldrei vantað mat, né eldivið í ofninn.

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.