Dýravinurinn - 01.01.1905, Síða 58

Dýravinurinn - 01.01.1905, Síða 58
54 vanur að liggja uppi á þekju. Eitt kvöld iá hann á baðstofugólfi sem oftar. Þá segir Einar við konu sína: »Nú verð eg að fara að drepa hann Hvutta. Eg kvíði fyrir því!« Bæjarhurð var ólokuð. Og eftir stutta stund var Hvutti farinn út. Hann var annars vanur að híða inni, þar til honum var truttað út. Þó var sigað um leið og hænum var lokað. En þá heyrðist ekkert til Hvutta, og — hann hefir ekki sést síðan. Án efa hefir hann skilið orð Einars, og því flúið eitthvað langt í hurtu til að forða lífinu. Einar sagði mér þctta sjálfur, og kona hans, scm er mjög merk kona, staðfesti söguna. II. Gunnar í Gröt i Lundareykjadal, fátælcur bóndi, á smalatík, svarta að lit með hvítar tær. Hún heitir TáhvíL Þá er hún átti hvolpa í fyrsta sinn, var enginn þeirra settur á. Bar hún sig þá mjög aumkvunarlega, elti húsmóður sína út og inn og hékk utan í henni vælandi. Konan kendi í hrjósti um hana, klappaði henni ogsagði: »Eg skal setja á undan þér næst«. Svo var að sjá sem hún sælti sig við það, hún hætti að bera sig illa. Nú leið og beið þangað til Táhvit var »komin langt á leið« í annað sinn. Þá var það eitt sinn, er hjónin sátu inni og Táhvít lá á gólfinu, að konan sagði við hónda sinn: »Eg lieíi lofað henni Táhvít því, að setja á undan henni núna«. »Yið höfum ekki efni á að halda tvo hunda«, segir Gunnar, »enda er það marklítið, hverju þú hefir lofað tíkinni«. »Mér er samt ekki um að svíkja það«, segir konan. »Það verður þá að vera með því móti«, segir hann, »að Táhvit sé drepin þegar hvolpurinn er kominn í gagnið«. í því hann slepti orðinu, skreið Táhvít að fótum hans, velti sér þar um hrygg, skreið svo upp eftir fótum lians upp á hné og teygði sig til að sleikja hendur hans. Ekkert hljóð gaf lnin af sér, en augun og svipur- inn lýstu ótta og auðmjúkri bæn. Gunnari gekst hugur við, og sagði blíð- lega: »Vertu róleg Táhvit mín! eg skal ekki drepa þig«. Þá breyttist svip- ur hennar, kom á hana gleðibragð, hljóp upp í fang húsbónda sins og lét feginleik sinn í Ijós sem bezt hún gat. Eftir það gekk hún hægt og hægt þangað, sem hún iá áður á gólfinu, lagðist þar niður aftur og lét sem ekk- ert hefði í skorist. Ekki varð úr því, að sett yrði á undan henni í þetta næsta sinn. En þá bar hún sig ekkert illa — liefir ef lil vill ekki þorað það. Bæði hjónin sögðu mér þelta. Þó þú ællir að slátra skepnu, þá forðastu að tala um það svo hún heyri. Þú veist ekki nema hún skilji þig. Flestir, ef ekki allir hundar, allmargir hestar og sumar nautkindur og sauðkindur líka, skilja lleira af orðum þínum, en þii hefir hugmynd um. Ef þú gætir skilið skepnurnar eins vel eins og þær skilja j)ig, þá mundirðu sýna þeim meiri nærgætni en þú olt gjörir.

x

Dýravinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.