Dýravinurinn - 01.01.1905, Side 59

Dýravinurinn - 01.01.1905, Side 59
Sajíiiu ;i í' IVtli <>”• búuni. Páll á Hólmum, vinnumaður prestsins, var mesti reglu- og trú- menskumaður og svo hreinlegur, að oi’ð var á gert. En allir hafa einhvern brest. Og brestur Páls var sá, að hann var heldur stygglindur, ef eigi gekk að vild hans, og nokkuð strangur og ónærgætinn, ef svo bar undir. Hann hirti kýr prestsins á vetrum, en á sumrum hafði hann annan starfa á hendi. Ilann vildi leysa fjósverkin sem bezt af hendi, og meðal annars vildi hann hafa kýrnar alveg hreinar. En til þess þurftu bássteinarnir að vera hreinir. Þess vegna leið liann kúnum ekki að standa með afturfæturna í ílórnum, svo ekki bærist mykjan með fótum' þeirra upp á bássteinana og þaðan á þær sjálfar, er þær lögðust. Og með því básarnir voru nógu langir hverri meðalkú, tókst honum að venja þær á, að standa stöðugt með aftur- fæturna á básleinunum, — allar nema eina. Það var hún Lina. — Eg læt liana heita svo, því eg man ckki nafn- ið. — Ilún var stærst af kúnum, og sér í lagi var bún lengst. Þess vegna var henni mjög óhægl að standa uppi á bássteininum og gat ekki vanið sig á það. En í hvert sinn, sem Páll sá hana standa á afturfótum í ilórnum, sló hann fjósarekuröndinni aftan á fæturna á aumingja kúnni, svo hún sár- kendi til og hrökk jafnskjótt upp á bássteininn. Henni þótti ilt að l'á þessi högg, og því passaði hún sig uppá síð- kastið, og stóð á bássteininum all af þegar hún vissi af Páli í íjósinu. Og i því tillili fór bún ekki vilt; lnin þekti fótaburð bans í fjósinu, bvort sem hann gekk út eða inn. En jafnóðum fór hún afturaf í hvert sinn sem hún heyrði að hann fór út. Með þessu rnóti fekk Páll ekki tækifæri til að berja hana. En þó var bássteinninn liennar aldrei hreinn. Svo geklc það til vors, að hvorugu líkaði vel. Um sumarið voru kýrnar hirtar af öðrum. Sunnudag einn i góðu verði var fólk komið til messu að HólmUm, en vantaði forsöngvara og meðhjálpara. Sendi prestur því Pál að sækja hann Jón á Sómastöðum; hann gat, þegar á lá, gegnt þessum embættum báðum. Páll fór gangandi, því leið var ekki löng. En misbæðótt var þar. Frá hvorugum bænum sáust Hólmakýrnar, og voru þærþóá beit nieð veginum. Þá er Páll fór framhjá kúnum, lá leið hans yfir um dálítið moldar- tlag. Þar kemur Lína alt í einu hlaupandi að honum. Hann varð ekki hræddur, þó hann hefði ekkert í hendi. Hann vissi, að Lina var mesta meinleysisskepna og sneri aldrei móti barni, hvað þá fullorðnum. En nú var venju brugðið. Lina réðst á hann og varpaði honum ofan í moldarflagið. Hann var í sparifötunum og þótti ilt að þau yrðu öhrein. En hann gleymdi því brátt yfir öðru verra, hún varnaði honum á fætur aftur.

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.