Dýravinurinn - 01.01.1905, Síða 62

Dýravinurinn - 01.01.1905, Síða 62
58 söng skáldsins, voru það mennirnir, sem lakast gekk að skilja friðarboð- skapinn, sem hann ílutti. Raunar vildu þeir gjarna, að rándýr og ránfuglar hætti að rífa í sig meinlaus dýr. En sjálflr voru þeir ekki á því, að halda frið við »skynlausar skepnur«, er þeir kölluðu svo. Þeir þöttust eiga með það, ýmist að ræna þær afkvæmum þeirra, ýmist að svifta þær frelsi eða lífi, eftir því sem þeim sýndist. Oftar en einu sinni reyndi konungur að færa mönnum lieim sanninn um skaðsemi ránsháttarins með því, að taka sér unglamb úr hjörðum þeirra til snæðings. Til þess flaug hann þá aust- ur um hraun, en hreyfði aldrei við neinu fyrir vestan valnið. Hann áleit Torfastaðamenn góða vini sína: þeir hölðu aldrei í mörg ár rænt eggjum þeirra félaga, þó hægt væri að komast í hólmann. Bóndinn á Torfastöðum áleit eggin raunar löglega eign sína, þar eð hólmurinn lá undir land hans. En hann tók þau ekki, því hann virti þenna fágæta lélagskap þeirra. En mönnum fór fram. Og meðal annars tóku vísindamenn að safna fuglaeggj- um og keyptu þau fyrir peninga. Fvrir arnaregg var boðin rífleg borgun. Bóndinn á Torfastöðum þurfti peninga, og stóðst eigi freistinguna. Og er Örn konung vai’ði minst, rændi bóndinn eggjum fugladrotningarinnar. Þetta þótti Erni konungi wlíkara harmi en skaða«. Hann sá nú, að friðaröldin átti leng'ra í land en hann hafði ætlað. í örvæntingu sinni yfirgaf hann hólmann; hélt þó enn i fáein ár við gamla aðsetrið sitt í tjaHinu. Nú er hann og drottning hans horfin þaðan fyrir 5—6 árum. Þau hafa líklega dáið, annhvort af elli eða örvæntingu. Svanur skáld hýr enn í hólmanum. Fyrir nærfelt 20 áruin heyrði eg sagt, að arnarhjón og álftarhjón hefði frá ómunatíð orpið í sama hólma í Alftavatni. Lagði eg lítinn trúnað á það. Nýlega spurði eg Árna hónda í Alviðru um þetta. Kvað hann það dagsatt, og hafði þetta merkilega samhýli haldist þangað til Guðmundur á Torfastöðum tók arnareggin. Það var nál. 1890. Árni er greindur vel og réttorður. Þannig er sagan hygð á frásögn hans. Uiiiiln-imi. í vatninu hjá Úlfljótsvatni er dálítil ey, sem heitir Ilrútey. Þar hafa frá ómunatíð orpið ein himhrimahjón, — aldrei nema ein, og aðrir him- brimai- eru hvorki við Þingvallavatn né neinstaðar nærlendis svo menn viti. Það var gömul venja á Úlfljótsvatni, að ræna himhrimahjónin tvisvar á vori. en svo urpu þau í þriðja sinn og fengu þá að unga út. Nálægt 1880 var vinnumaður á Úlfljótsvatni er Jón hét. Honum þótti óþarfi að »gefa« him- brimahjónunum »eftir« ])riðja varj)ið, heldur en hin. Fór hann, í óleyli húshænda sinna, og sótti eggin. Þá fluttu fuglarnir sig hurtu úr Hrútey og hafa aldrei komið þar síðan. Þeir fluttu sig að Villingavatni. Þar er dálít- ið stöðuvatn. En i því er engin ey eða hólmi og urðu þau að gera sér

x

Dýravinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.