Dýravinurinn - 01.01.1905, Page 63

Dýravinurinn - 01.01.1905, Page 63
59 hreiður á vatnsbakkanum. En þar lágu engjar að og er þar friðað. Og fuglarnir hafa búið þar i friði! Silungsveiði er í vatninu og net lögð, og einu sinni þegar vitjað var um, var annar himhriminn dauður í netinu: hafði ílækst í því, er hann veiddi í vatninu, og kafnað. Makinn hélt sig hjá hreiðrinu um daginn. En morguninn eftir var hann giftur aftur: Annar himbrimi hafði komið, enginn vissi hvaðan, þvi, eins og fyr segir, var hvergi himbrima von nærlendis, og er merkilegt, að hann vissi i ijarlægð að sín var þangað þörf. Þetta var nálægt 1890. Siðan hafa þessi hjón orpið þar á sama stað á hverju sumri og gera það enn þá þegar þetta er skrifað 1904. ÍSLENZKUR HRÚTUR Moskusnaut. Sf myndinni geta menn gert sjer hugmynd um útlit dýranna, þau eru móbrún að lit, tarfarnir nokkru stærri en kýrnar og hafa hærri herða- kamb. Hornin eru bogin, likt og á islenskum hrútum. Á kúnum er sagt að hornin sjeu fullvaxin þegar þær eru 3. ára, en á törfunum ekki fyr en 6 ára. Flestir telja þessi dýr til nautakynsins, en sumir þó til sauð- fjárkynsins, og enn aðrir tetja þau sjerstakt dýrakyn, skylt nautum og sauð- fje. Latneska naínið á dýrinu er ovibos og þýðir sauðnaut.

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.