Dýravinurinn - 01.01.1905, Side 64

Dýravinurinn - 01.01.1905, Side 64
60 Moskusnautin eiga heima nyrst og austast á meginlandi Ameriku, í eyjunum þar norður af, Parryeyjum, Ellesmerelandi, Grinellslandi, og svo á norðurströnd og austurströnd Grænlands. Á uppdrættinum, sem hjer fylgir eru átthagar þeirra sýndir með svörtum deplum. Á vesturströnd Grænlands hefur ekki orðið vart við þau lengra suður en að Melvilleflóa og hafa þvi Eskimóarnir þar á vesturströndinni ekkert þekkt til þeirra. En á austur- ströndinni hafa menn rekist á þau allt suður undir 70. br.st. Fyrir ísöld- ina hafa Moskusnaut verið suður um alla Evrópu, en eftir hana finnast engar menjar þeirra hjer i álfu. Þar á móti hafa þau lifað af ísöldina í Ameriku og færst svo smátt og smátt norður eftir, þangað sem þau eiga heima. Suðurtakmörk heimkynna þeirra eru nú skógarnir nyrst í landeign- um Breta í Norðurameríku austanverðri. í Alaska eru þau óþekkt. Aðalfæða moskusnautanna eru blöð og smágreinar á víði, kjarri og fjaldrapa, og svo ýmsar grastegundir, sem vaxa í fjalllendi heimskautsland- anna. Á vetrum krafsa þan til að ná sjer fæðu, eins og sauðfje og gadd- hestar hjer á landi. En þau geta líka beitt hornunum til þess að brjóta gaddinn. Iíjöt moskusnautanna er mjög svipað nautakjöti, svo líkt, að örðugt er að finna nnin þar á milli. Auðvitað er kjötið af gömlum dýrum verra en af ungviðinu; af kálfunum er það tnjög ljúffengt. Fullvaxnir moskusux- ar eru mjög þungir. En sjaldnast er tækifærí til að vega þá þar sem þeir eru skotnir. Einn moskusuxi, sem veginn var í heilu lagi, vóg 1090 pd., en kjötið af honum 390 pd. Hausinn með hornum er mjög þungur, aug- un smá og eins nasaholurnar. Af 10 dýrum, sem veiddust að haustlagi, vogu skrokkarnir að meðaltali 324 pd., en af nokkrum dýrum, sem veidd voru um vor, vógu skrokkarnir að meðaltali 234 pd. Moskusnautin eru kafloðin og er ull þeirra mjög fín og sterk. A veturna verður úr henni þykk flókabrynja, sem skýlir dýrinu. Þegar fram á vorið kemur, fara reifin smátt og smátt að detta af þeim og draga dýrin þau þá oft á eftir sjer í stórum llixum og feldum, eða þau flaksast um hrygg þeirra fyrir vindinum og kastast stundum fram yfir horn og höl’uð, svo að dýrin missa við það sjónina. Ullin ér móbrún og er liturinn svo smekklegur að ekki þarf að lita það sem úr henni er unnið. Enskur mað- ur, sem hefur ritað um moskusnauta-ullina, segist laka sokka úr henni fram yfir silkisokka. Nærföl úr þessari ull eru talin hetri og mýkri en úr venjulegri sauðaull. Loks hefur hún þá kosti fram yfir sauðaullina, að hún er miklu ljettari. Á hliðum og kvið verður hárið mjög langt, svo að nota má það sem hár af faxi og tagli á hrossum. Skinnin eru falleg og þykk. Viðkoman er litil. Kýrnar hera að eins annaðhvert ár, í maímán- uði, og eiga ekki nema 1 kálf hver. Mjólkin er talin jafnast fullkomlega á við kúamjólk.

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.